Faðir Yamal með aðra sýn á það þegar Messi baðaði soninn hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2024 09:30 Lionel Messi baðar hér Lamine Yamal fyrir rúmum sextán árum síðan. Mikið hefur verið rætt og skrifað um myndirnar af Lionel Messi að baða kornungan Lamine Yamal. Myndirnar komu óvænt fram á sama tíma og þessi sextán ára strákur var að slá í gegn á Evrópumótinu í Þýskalandi. Lamine Yamal hefur verið frábær á EM.Getty/Stu Forster Nú er þessi ungi Spánverji búinn að slá EM-metið yfir yngsta markaskorara sögunnar og strákurinn mun spila úrslitaleik um Evrópumeistaratitilinn á sunnudaginn. Leikurinn fer fram daginn eftir að Yamal heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Flestir litu eflaust svo á það að með þessari baðferð hafi Messi lagt sína blessun yfir Yamal og jafnvel fært honum eitthvað af töfrum sínum. Það hljómar líklegt þegar við horfum upp á Lamine Yamal fara á kostum á stærsta sviðinu eins og hann sé bara hreinlega fæddur fyrir þetta hlutverk. Hann hefur þessa töfra sem við þekkjum frá því að horfa á Messi spila. Mounir Nasraoui, faðir hins sextán ára gamla Lamine Yamal, er aftur á móti með allt aðra sýn á þessa sérstöku stund. Hann var spurður út í það hvort Messi hafi þarna blessað son hans. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Eða að Lamine blessaði Leo [Messi]. Ég veit það ekki. Fyrir mér þá er sonur minn bestur í öllu,“ sagði Nasraoui við Mundo Deportivo. Myndatakan var fyrir dagatal Barcelona sem var gert til styrktar góðgerðamála. Þetta var árið 2007 og Messi byrjaður að spila stórt hlutverk í Barcelona liðinu. Hann var aftur á móti ekki orðinn sá yfirburðamaður sem hann varð í framhaldinu. Messi skoraði fyrst yfir þrjátíu mörk á tímabilinu 2008-09 eða eftir að Pep Guardiola tók við Barelona liðinu. Í kjölfarið fékk hann sinn fyrsta Gullhnött, Ballon d'Or, árið 2009. Messi hefur alls fengið Gullhnöttinn átta sinnum á ferlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira
Lamine Yamal hefur verið frábær á EM.Getty/Stu Forster Nú er þessi ungi Spánverji búinn að slá EM-metið yfir yngsta markaskorara sögunnar og strákurinn mun spila úrslitaleik um Evrópumeistaratitilinn á sunnudaginn. Leikurinn fer fram daginn eftir að Yamal heldur upp á sautján ára afmælið sitt. Flestir litu eflaust svo á það að með þessari baðferð hafi Messi lagt sína blessun yfir Yamal og jafnvel fært honum eitthvað af töfrum sínum. Það hljómar líklegt þegar við horfum upp á Lamine Yamal fara á kostum á stærsta sviðinu eins og hann sé bara hreinlega fæddur fyrir þetta hlutverk. Hann hefur þessa töfra sem við þekkjum frá því að horfa á Messi spila. Mounir Nasraoui, faðir hins sextán ára gamla Lamine Yamal, er aftur á móti með allt aðra sýn á þessa sérstöku stund. Hann var spurður út í það hvort Messi hafi þarna blessað son hans. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Eða að Lamine blessaði Leo [Messi]. Ég veit það ekki. Fyrir mér þá er sonur minn bestur í öllu,“ sagði Nasraoui við Mundo Deportivo. Myndatakan var fyrir dagatal Barcelona sem var gert til styrktar góðgerðamála. Þetta var árið 2007 og Messi byrjaður að spila stórt hlutverk í Barcelona liðinu. Hann var aftur á móti ekki orðinn sá yfirburðamaður sem hann varð í framhaldinu. Messi skoraði fyrst yfir þrjátíu mörk á tímabilinu 2008-09 eða eftir að Pep Guardiola tók við Barelona liðinu. Í kjölfarið fékk hann sinn fyrsta Gullhnött, Ballon d'Or, árið 2009. Messi hefur alls fengið Gullhnöttinn átta sinnum á ferlinum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Sjá meira