Fótbolti

Klopp harð­neitaði að hefja við­ræður en er enn á blaði Banda­ríkjanna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jurgen Klopp vill slaka á og njóta lífsins, ekki taka við öðru starfi strax.
Jurgen Klopp vill slaka á og njóta lífsins, ekki taka við öðru starfi strax. John Powell/Liverpool FC via Getty Images

Gregg Berhalter var rekinn af bandaríska knattspyrnusambandinu í gær. Strax var haft samband við Jurgen Klopp sem harðneitaði að hefja viðræður en bandaríska knattspyrnusambandið telur sig geta sannfært hann. 

Berhalter var látinn fara eftir vonbrigði á Copa América þar sem Bandaríkin voru á heimavelli en komust ekki upp úr riðlakeppninni. Bandaríkin verða aftur á heimavelli eftir tvö ár þegar heimsmeistaramótið fer fram og knattspyrnusambandið þar telur þörf á miklum breytingum.

Knattspyrnusambandið setti sig í samband við Klopp sem sagði skýrt að hann hefði ekki áhuga á öðru starfi strax eftir að hafa hætt hjá Liverpool í vor.

The Independent og The Athletic greina þó frá því að bandaríska sambandið telji sig geta snúið huga Klopp og sannfært hann um að taka við starfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×