„Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 09:01 Hlín Eiríksdóttir er að spila mjög vel í sænsku deildinni og var tilnefnd sem einn af bestu leikmönnum júnímánaðar. Vísir/Einar Hlín Eiríksdóttir er í hópi þeirra leikmanna íslenska kvennalandsliðsins sem eru á miðju tímabili. Sumar í hópnum eru hins vegar að byrja nýtt tímabil í þessum landsliðsglugga þar sem íslenska liðið spilar lokaleiki sína í undankeppni EM 2025. Frábær frammistaða Hlínar með Kristianstad ætti að hjálpa henni til að mæta með fullt sjálftraust í leik á móti einu besta liði Evrópu. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Kominn tími á að vinna þær loksins „Þessi leikur leggst ljómandi vel í mig. Ég hlakka ótrúlega mikið til. Þetta verður mjög erfiður leikur en það er gaman að mæta þeim á heimavelli. Ég held að það sé kominn tími á að vinna þær loksins,“ sagði Hlín í samtali við Stefán Árna Pálsson. Er ekki gaman að mæta svona stórþjóð í fótbolta? Leikirnir sem maður vill spila „Jú, þetta eru bara leikirnir sem maður vill spila. Mér finnst það algjör forréttindi að fá að spila aftur og aftur við Þýskaland. Þetta er lið sem við viljum mæta og við fáum þarna að mæla okkur við bestu leikmenn í heimi,“ sagði Hlín. „Ég held samt að það sé orðið tímabært að við náum kannski í stig á móti þeim,“ sagði Hlín. Íslenska liðið hefur oft tapað illa á móti þýska liðinu en síðasti leikurinn á móti þeim var miklu betri. Hvað þarf að ganga upp til að íslensku stelpurnar tryggi sér EM sæti með sigri á Þjóðverjum á morgun? Klippa: „Ég held að það sé komi tími á að vinna þær loksins“ „Við fengum alvöru skell á móti þeim seinasta haust og ég held að við höfum tekið mjög mikinn lærdóm þaðan. Ég held að þetta sé hugarfarsatriði. Fyrst og fremst að mæta í leikinn af fullum krafti og þora. Mér fannst við ekki þora að halda í boltann á móti þeim úti í Þýskalandi síðasta haust,“ sagði Hlín. „Ef við mætum, vinnum okkar einvígi og fylgjum leikplaninu þá eigum við góða möguleika,“ sagði Hlín. Hversu miklu máli skiptir það íslensku stelpurnar að fá góðan stuðning á heimavelli? Því fleiri því betra „Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna. Því fleiri því betra. Það skiptir auðvitað máli og það sýndi sig þegar við áttum miklu betri leik þegar við mættum þeim hérna á heimavelli. Það gefur okkur mjög mikið,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að spila mjög vel í sænsku deildinni í sumar og kemur inn í þessa leiki með mikið sjálfstraust. „Sjálfstraust er lykilatriði. Ég er með hörkusjálfstraust akkúrat núna og ég tek það bara með mér hingað,“ sagði Hlín. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Sjá meira
Frábær frammistaða Hlínar með Kristianstad ætti að hjálpa henni til að mæta með fullt sjálftraust í leik á móti einu besta liði Evrópu. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Kominn tími á að vinna þær loksins „Þessi leikur leggst ljómandi vel í mig. Ég hlakka ótrúlega mikið til. Þetta verður mjög erfiður leikur en það er gaman að mæta þeim á heimavelli. Ég held að það sé kominn tími á að vinna þær loksins,“ sagði Hlín í samtali við Stefán Árna Pálsson. Er ekki gaman að mæta svona stórþjóð í fótbolta? Leikirnir sem maður vill spila „Jú, þetta eru bara leikirnir sem maður vill spila. Mér finnst það algjör forréttindi að fá að spila aftur og aftur við Þýskaland. Þetta er lið sem við viljum mæta og við fáum þarna að mæla okkur við bestu leikmenn í heimi,“ sagði Hlín. „Ég held samt að það sé orðið tímabært að við náum kannski í stig á móti þeim,“ sagði Hlín. Íslenska liðið hefur oft tapað illa á móti þýska liðinu en síðasti leikurinn á móti þeim var miklu betri. Hvað þarf að ganga upp til að íslensku stelpurnar tryggi sér EM sæti með sigri á Þjóðverjum á morgun? Klippa: „Ég held að það sé komi tími á að vinna þær loksins“ „Við fengum alvöru skell á móti þeim seinasta haust og ég held að við höfum tekið mjög mikinn lærdóm þaðan. Ég held að þetta sé hugarfarsatriði. Fyrst og fremst að mæta í leikinn af fullum krafti og þora. Mér fannst við ekki þora að halda í boltann á móti þeim úti í Þýskalandi síðasta haust,“ sagði Hlín. „Ef við mætum, vinnum okkar einvígi og fylgjum leikplaninu þá eigum við góða möguleika,“ sagði Hlín. Hversu miklu máli skiptir það íslensku stelpurnar að fá góðan stuðning á heimavelli? Því fleiri því betra „Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna. Því fleiri því betra. Það skiptir auðvitað máli og það sýndi sig þegar við áttum miklu betri leik þegar við mættum þeim hérna á heimavelli. Það gefur okkur mjög mikið,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að spila mjög vel í sænsku deildinni í sumar og kemur inn í þessa leiki með mikið sjálfstraust. „Sjálfstraust er lykilatriði. Ég er með hörkusjálfstraust akkúrat núna og ég tek það bara með mér hingað,“ sagði Hlín. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Sjá meira