Erlendir fjárfestar minnka við sig í ríkisbréfum annan mánuðinn í röð
Eftir stöðugt innflæði fjármagns um nokkurt skeið vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum ríkisskuldabréfum hefur sú þróun snúist við að undanförnu og hafa þeir núna verið nettó seljendur síðastliðna tvo mánuði. Dvínandi áhugi erlendra fjárfesta kemur á sama tíma og ríkissjóður áformar umtalsvert meiri útgáfu ríkisbréfa á seinni helmingi ársins en áður var áætlað.
Tengdar fréttir
Minni hömlur á afleiður og aukin markaðssetning myndi auka áhuga erlendis
Verði dregið úr takmörkunum á afleiðuviðskiptum með krónu, samhliða markvissri markaðssetningu og aukinni upplýsingagjöf til fjárfesta, má ætla að áhugi erlendra fjárfesta á innlendum skuldabréfamarkaði fari vaxandi, segir fjármálaráðuneytið.
„Ekki tímabært“ að rýmka reglur um afleiðuviðskipti með krónuna
Seðlabankinn telur rétt að fara „varlega“ í að létta á þeim takmörkunum sem gilda um afleiðuviðskipti bankanna með íslensku krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Ekki sé tímabært að rýmka þær reglur, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega lagt til, enda gæti það opnað á aukna stöðutöku með gjaldmiðilinn nú þegar vaxtamunur við útlönd fer hækkandi.
Halda áfram kaupum á íslenskum ríkisbréfum þótt það hægist á vextinum
Fjárfesting erlendra sjóða í íslensk ríkisskuldabréf hélt áfram að aukast í liðnum mánuði þótt nokkuð hafi hægt á vextinum og hefur innflæðið ekki verið minna að umfangi í meira en hálft ár. Stöðugt fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra skuldabréfafjárfesta síðustu mánuði hefur átt sinn þátt í því að halda gengi krónunnar stöðugu um nokkurt skeið.
Á von á meiri erlendri fjárfestingu í ríkisbréf ef vaxtamunurinn „þrengist ekki“
Þrátt fyrir tugmilljarða innflæði fjármagns í íslensk ríkisskuldabréf síðustu mánuði þá hefði mátt reikna með að það yrði enn meira frá því að vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, en fá dæmi eru um vestræn ríki þar sem skuldabréfafjárfestar geta komist í jafn háa vexti. Ef vaxtamunur Íslands við útlönd minnkar ekki að ráði er líklegt að fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum hér á landi, sem er umtalsvert minni borið saman við önnur þróuð hagkerfi, muni halda áfram að aukast.