Morata segir að öryggisvörðurinn hefði átt að fá gult fyrir tæklinguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 15:45 Augnablikið þegar öryggisvörðurinn tæklaði Álvaro Morata. getty/Jose Breton Álvaro Morata, fyrirliði spænska fótboltalandsliðsins, sá spaugilegu hliðina á atvikinu þegar öryggisvörður tæklaði hann eftir leikinn gegn Frakklandi á EM. Spánverjar unnu Frakka, 2-1, í undanúrslitum á EM í gær. Þegar spænsku leikmennirnir fögnuðu eftir leikinn reyndi áhorfandi að hlaupa í áttina að þeim. Öryggisverðir stukku til en einn þeirra rann og straujaði Morata niður. Spænski fyrirliðinn hélt um hægra hnéið eftir tæklingu öryggisvarðarins og strax var óttast að meiðslin gætu haft áhrif á þátttöku Moratas í úrslitaleik EM á sunnudaginn. Allar líkur eru þó á því að hann verði með í leiknum en hann sagði við fréttamenn í morgun að hann væri ekki meiddur. Morata grínaðist þó með að öryggisvörðurinn hefði verðskuldað gult spjald fyrir tæklinguna óvæntu. Þótt Spánverjar séu komnir í úrslitaleikinn hafa síðustu vikur ekki verið neinn dans á rósum fyrir Morata. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína og leiðtogahæfni og hótaði því meðal annars að hætta í landsliðinu. Hann sagði jafnframt að honum hefði liðið betur þegar hann lék erlendis. Morata fékk á baukinn fyrir þessi ummæli í grein í El Confidencial. Hann var meðal annars sagður hálfgerður vælukjói og skelfilegur sendiherra Spánar. Eiginkona Moratas, Alice Campello, brást hin versta við greininni og sagði hana fáránlega. Morata, sem er 31 árs, leikur með Atlético Madrid. Hann hefur skorað 36 mörk í 79 leikjum fyrir spænska landsliðið. Eitt þeirra hefur komið á EM, gegn Króatíu í fyrsta leik Spánar á mótinu. Spánverjar mæta annað hvort Englendingum eða Hollendingum í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lamine Yamal sló met Pele Spænska undrabarnið Lamine Yamal varð í gærkvöldi, ekki aðeins yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, heldur einnig sá yngsti til að skora á stórmótum frá upphafi. 10. júlí 2024 10:30 Messi baðaði sex mánaða Yamal Nafn hins sextán ára Lamines Yamal er á allra vörum eftir að hann skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar á Frakklandi á EM í gær. Yamal var samt aðeins sex mánaða þegar hann komst fyrst í fréttirnar og þar kom sjálfur Lionel Messi við sögu. 10. júlí 2024 07:00 Sjáðu sögulegt glæsimark Yamals Lamine Yamal skoraði frábært mark þegar Spánn komst í úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi með sigri á Frakklandi, 2-1, í München í kvöld. 9. júlí 2024 23:01 Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Ungstirnið Yamal með draumamark þegar Spánverjar komust í úrslit Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. 9. júlí 2024 20:50 Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Spánverjar unnu Frakka, 2-1, í undanúrslitum á EM í gær. Þegar spænsku leikmennirnir fögnuðu eftir leikinn reyndi áhorfandi að hlaupa í áttina að þeim. Öryggisverðir stukku til en einn þeirra rann og straujaði Morata niður. Spænski fyrirliðinn hélt um hægra hnéið eftir tæklingu öryggisvarðarins og strax var óttast að meiðslin gætu haft áhrif á þátttöku Moratas í úrslitaleik EM á sunnudaginn. Allar líkur eru þó á því að hann verði með í leiknum en hann sagði við fréttamenn í morgun að hann væri ekki meiddur. Morata grínaðist þó með að öryggisvörðurinn hefði verðskuldað gult spjald fyrir tæklinguna óvæntu. Þótt Spánverjar séu komnir í úrslitaleikinn hafa síðustu vikur ekki verið neinn dans á rósum fyrir Morata. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína og leiðtogahæfni og hótaði því meðal annars að hætta í landsliðinu. Hann sagði jafnframt að honum hefði liðið betur þegar hann lék erlendis. Morata fékk á baukinn fyrir þessi ummæli í grein í El Confidencial. Hann var meðal annars sagður hálfgerður vælukjói og skelfilegur sendiherra Spánar. Eiginkona Moratas, Alice Campello, brást hin versta við greininni og sagði hana fáránlega. Morata, sem er 31 árs, leikur með Atlético Madrid. Hann hefur skorað 36 mörk í 79 leikjum fyrir spænska landsliðið. Eitt þeirra hefur komið á EM, gegn Króatíu í fyrsta leik Spánar á mótinu. Spánverjar mæta annað hvort Englendingum eða Hollendingum í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lamine Yamal sló met Pele Spænska undrabarnið Lamine Yamal varð í gærkvöldi, ekki aðeins yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, heldur einnig sá yngsti til að skora á stórmótum frá upphafi. 10. júlí 2024 10:30 Messi baðaði sex mánaða Yamal Nafn hins sextán ára Lamines Yamal er á allra vörum eftir að hann skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar á Frakklandi á EM í gær. Yamal var samt aðeins sex mánaða þegar hann komst fyrst í fréttirnar og þar kom sjálfur Lionel Messi við sögu. 10. júlí 2024 07:00 Sjáðu sögulegt glæsimark Yamals Lamine Yamal skoraði frábært mark þegar Spánn komst í úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi með sigri á Frakklandi, 2-1, í München í kvöld. 9. júlí 2024 23:01 Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Ungstirnið Yamal með draumamark þegar Spánverjar komust í úrslit Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. 9. júlí 2024 20:50 Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Lamine Yamal sló met Pele Spænska undrabarnið Lamine Yamal varð í gærkvöldi, ekki aðeins yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, heldur einnig sá yngsti til að skora á stórmótum frá upphafi. 10. júlí 2024 10:30
Messi baðaði sex mánaða Yamal Nafn hins sextán ára Lamines Yamal er á allra vörum eftir að hann skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar á Frakklandi á EM í gær. Yamal var samt aðeins sex mánaða þegar hann komst fyrst í fréttirnar og þar kom sjálfur Lionel Messi við sögu. 10. júlí 2024 07:00
Sjáðu sögulegt glæsimark Yamals Lamine Yamal skoraði frábært mark þegar Spánn komst í úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi með sigri á Frakklandi, 2-1, í München í kvöld. 9. júlí 2024 23:01
Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15
Ungstirnið Yamal með draumamark þegar Spánverjar komust í úrslit Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. 9. júlí 2024 20:50
Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43