Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 21:15 Adrien Rabiot horfir á Lamine Yamal skora jöfnunarmark Spánverja gegn Frökkum. getty/Stu Forster Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. Randal Kolo Muani kom Frökkum yfir á 5. mínútu í leiknum í kvöld. Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig og lét vaða. Boltinn fór í stöng og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Fjórum mínútum síðar skoraði Dani Olmo sigurmark spænska liðsins. Fyrir leikinn hafði Adrien Rabiot, miðjumaður Frakklands, tjáð sig um frammistöðu hins sextán ára Yamals á EM. „Augljóslega gæti það verið erfitt fyrir hann að spila undanúrslitaleik á stórmóti. Og til að komast í úrslit á EM þarf hann að gera meira en hann hefur gert hingað til,“ sagði Rabiot. Hann þurfti heldur betur að éta þessi orð ofan í sig því Yamal skoraði í leiknum í kvöld og Spánverjar eru komnir í úrslit. Og hver var næstur Yamal þegar hann setti boltann í netið? Auðvitað Rabiot. Yamal er yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann fagnar sautján ára afmæli sínu á laugardaginn, daginn fyrir úrslitaleikinn þar sem Spánn mætir annað hvort Englandi eða Hollandi. Rabiot og Frakkar eru hins vegar á heimleið frá Þýskalandi eftir að hafa heillað fáa á mótinu. Til að mynda var mark Kolos Munai það eina sem Frakkland skoraði úr opnum leik á EM. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Randal Kolo Muani kom Frökkum yfir á 5. mínútu í leiknum í kvöld. Á 21. mínútu fékk Yamal boltann fyrir utan vítateig og lét vaða. Boltinn fór í stöng og inn og staðan orðin jöfn, 1-1. Fjórum mínútum síðar skoraði Dani Olmo sigurmark spænska liðsins. Fyrir leikinn hafði Adrien Rabiot, miðjumaður Frakklands, tjáð sig um frammistöðu hins sextán ára Yamals á EM. „Augljóslega gæti það verið erfitt fyrir hann að spila undanúrslitaleik á stórmóti. Og til að komast í úrslit á EM þarf hann að gera meira en hann hefur gert hingað til,“ sagði Rabiot. Hann þurfti heldur betur að éta þessi orð ofan í sig því Yamal skoraði í leiknum í kvöld og Spánverjar eru komnir í úrslit. Og hver var næstur Yamal þegar hann setti boltann í netið? Auðvitað Rabiot. Yamal er yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Hann fagnar sautján ára afmæli sínu á laugardaginn, daginn fyrir úrslitaleikinn þar sem Spánn mætir annað hvort Englandi eða Hollandi. Rabiot og Frakkar eru hins vegar á heimleið frá Þýskalandi eftir að hafa heillað fáa á mótinu. Til að mynda var mark Kolos Munai það eina sem Frakkland skoraði úr opnum leik á EM.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira