Eiginkona Morata í stríði við fjölmiðla: „Er þetta bara í lagi?“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 17:00 Alice Campello í stúkunni á EM með barn þeirra Alvaro Morata. Getty/Ian MacNicol Alice Campello hefur komið eiginmanni sínum, fótboltamanninum Alvaro Morata, til varnar og látið spænska fjölmiðla heyra það, eftir skrif þeirra um spænska landsliðsfyrirliðann sem í kvöld spilar undanúrslitaleik við Frakka á EM. Hálfgert stríð hefur verið í gangi á milli Morata og spænskra fjölmiðla en hann telur sig ekki njóta sannmælis hjá fjölmiðlum og hluta stuðningsmanna. Baulað var á Morata í vináttulandsleik gegn Brasilíu í mars og á Evrópumótinu hefur hann nýtt blaðaviðtöl til þess að tala um að sér hafi liðið betur þegar hann spilaði utan Spánar, og að hann gæti mögulega hætt í spænska landsliðinu eftir EM. Alice Campello og Alvaro Morata kyssast eftir leik Spánar og Albaníu í Düsseldorf á EM.Getty/Jean Catuffe Þessi ummæli hans hafa farið illa í marga og sérstaklega vakti grein í El Confidencial athygli en þar segir í fyrirsögn: „Morata, fyrirliði sem er Spáni til skammar, ekki bara vegna slakrar frammistöðu á EM.“ Morata er svo í greininni lýst sem vælukjóa og að ummæli hans séu það síðasta sem Spánverjar hafi þurft á að halda eftir arfaslaka frammistöðu hans innan vallar. Hegðun hans sé barnaleg hjá 31 árs gömlum leikmanni sem þar að auki sé með fyrirliðaband Spánverja. Hann sé skelfilegur talsmaður Spánar. Í fyrirsögn El Confidencial, sem hér hefur verið snarað yfir á ensku, segir að Morata valdi Spáni skömm.Skjáskot/El Confidencial Eiginkonan Alice er eins og gefur að skilja ekki beinlínis sammála þessum fullyrðingum og skrifar á Instagram: „Ég þoli ekki að vera eitthvað fórnarlamb og valda sundrung en þetta er ekki eðlilegt fyrir mér. Er þetta bara í lagi? Eina slaka frammistaðan sem ég sé er hjá blaðamanninum. Það er klikkun að í stað þess að styðja leikmanninn og landsliðið okkar þá skuli hann reyna að sökkva honum. Hvernig á maður að geta staðið sig sem best fyrir þjóð sína ef honum líður eins og hann sé rúinn trausti? Hver er tilgangurinn með þessari fyrirsögn? Að auka hatur gagnvart manneskju? Það eiga allir rétt á sinni skoðun og mega segja hana, en það eru margar leiðir til þess, sérstaklega þegar maður vinnur hjá fjölmiðli og getur haft áhrif á fjölda ungs fólks. Viljum við þetta í alvörunni? Við verðum að gera betur og megum ekki láta eins og svona lagað sé eðlilegt, hvort sem um Alvaro eða einhvern annan er að ræða.“ Morata hefur sjálfur talað um að sér líði betur utan Spánar og það sé ekki síst vegna áhrifa umræðunnar á fjölskyldu hans. Fjölskyldan verður á staðnum í kvöld þegar Spánn spilar í undanúrslitum. View this post on Instagram A post shared by Alice Campello Morata (@alicecampello) Alice skrifar: „Ekki gleyma að þessir leikmenn eiga móður, föður, eiginkonu og börn sem neyðast til að lesa svona villimennsku. Þetta blað er bara einfalt dæmi um þúsundir annarra svona skrifa á degi hverjum. Áður en við tölum ættum við að íhuga hvaða áhrif orð okkar hafa á aðra. Ég endurtek: Öllum er frjálst að segja sína skoðun, en ekki að særa aðra.“ Leikur Frakklands og Spánar hefst klukkan 19 í kvöld og sigurliðið spilar svo úrslitaleik EM á sunnudaginn, við Holland eða England. EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Hálfgert stríð hefur verið í gangi á milli Morata og spænskra fjölmiðla en hann telur sig ekki njóta sannmælis hjá fjölmiðlum og hluta stuðningsmanna. Baulað var á Morata í vináttulandsleik gegn Brasilíu í mars og á Evrópumótinu hefur hann nýtt blaðaviðtöl til þess að tala um að sér hafi liðið betur þegar hann spilaði utan Spánar, og að hann gæti mögulega hætt í spænska landsliðinu eftir EM. Alice Campello og Alvaro Morata kyssast eftir leik Spánar og Albaníu í Düsseldorf á EM.Getty/Jean Catuffe Þessi ummæli hans hafa farið illa í marga og sérstaklega vakti grein í El Confidencial athygli en þar segir í fyrirsögn: „Morata, fyrirliði sem er Spáni til skammar, ekki bara vegna slakrar frammistöðu á EM.“ Morata er svo í greininni lýst sem vælukjóa og að ummæli hans séu það síðasta sem Spánverjar hafi þurft á að halda eftir arfaslaka frammistöðu hans innan vallar. Hegðun hans sé barnaleg hjá 31 árs gömlum leikmanni sem þar að auki sé með fyrirliðaband Spánverja. Hann sé skelfilegur talsmaður Spánar. Í fyrirsögn El Confidencial, sem hér hefur verið snarað yfir á ensku, segir að Morata valdi Spáni skömm.Skjáskot/El Confidencial Eiginkonan Alice er eins og gefur að skilja ekki beinlínis sammála þessum fullyrðingum og skrifar á Instagram: „Ég þoli ekki að vera eitthvað fórnarlamb og valda sundrung en þetta er ekki eðlilegt fyrir mér. Er þetta bara í lagi? Eina slaka frammistaðan sem ég sé er hjá blaðamanninum. Það er klikkun að í stað þess að styðja leikmanninn og landsliðið okkar þá skuli hann reyna að sökkva honum. Hvernig á maður að geta staðið sig sem best fyrir þjóð sína ef honum líður eins og hann sé rúinn trausti? Hver er tilgangurinn með þessari fyrirsögn? Að auka hatur gagnvart manneskju? Það eiga allir rétt á sinni skoðun og mega segja hana, en það eru margar leiðir til þess, sérstaklega þegar maður vinnur hjá fjölmiðli og getur haft áhrif á fjölda ungs fólks. Viljum við þetta í alvörunni? Við verðum að gera betur og megum ekki láta eins og svona lagað sé eðlilegt, hvort sem um Alvaro eða einhvern annan er að ræða.“ Morata hefur sjálfur talað um að sér líði betur utan Spánar og það sé ekki síst vegna áhrifa umræðunnar á fjölskyldu hans. Fjölskyldan verður á staðnum í kvöld þegar Spánn spilar í undanúrslitum. View this post on Instagram A post shared by Alice Campello Morata (@alicecampello) Alice skrifar: „Ekki gleyma að þessir leikmenn eiga móður, föður, eiginkonu og börn sem neyðast til að lesa svona villimennsku. Þetta blað er bara einfalt dæmi um þúsundir annarra svona skrifa á degi hverjum. Áður en við tölum ættum við að íhuga hvaða áhrif orð okkar hafa á aðra. Ég endurtek: Öllum er frjálst að segja sína skoðun, en ekki að særa aðra.“ Leikur Frakklands og Spánar hefst klukkan 19 í kvöld og sigurliðið spilar svo úrslitaleik EM á sunnudaginn, við Holland eða England.
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira