Sandra mætir sjóðheit: „Treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 13:33 Sandra María Jessen var mætt á landsliðsæfingu í morgun, á Laugardalsvelli, þar sem Ísland mætir stórliði Þýskalands á föstudag. Stöð 2/Bjarni Sandra María Jessen mætir stútfull sjálfstrausts í komandi landsleiki við Þýskaland og Pólland í undankeppni EM í fótbolta. Þetta eru síðustu leikirnir í undankeppninni og Ísland getur á föstudag tryggt sér sæti á EM í Sviss næsta sumar. Ísland tekur á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og mögulega verður EM-sæti fagnað um kvöldið. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Sandra María skoraði þrennu í Laugardalnum á sunnudaginn, í sigri Þórs/KA á Þrótti, og hefur farið algjörlega á kostum í Bestu deildinni í sumar, með 15 mörk í 12 leikjum. Hún segist þó enga kröfu gera um að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari stilli henni upp framarlega gegn Þýskalandi á föstudaginn: „Ég kem klárlega fersk og það er mjög gott að vera búin að spila mikið af leikjum. Auðvitað fylgir því ákveðið álag en það er gott að spila og maður vill það. Vonandi getur maður nýtt það sem er að ganga vel í deildinni og tekið það með sér inn í verkefnið með landsliðinu. Ég treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir [um hvort að hún spili frammi]. Það hvort maður spilar eða ekki er allt undir honum komið. Maður treystir þeim ákvörðunum sem hann tekur, og þá einnig hvort maður spilar sem bakvörður eða á kanti. Þetta er allt sama íþróttin og maður tekur því sem kemur,“ segir Sandra María sem var á æfingu landsliðsins í morgun. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María ætlar að koma Íslandi á EM Ísland er sem fyrr segir einum sigri frá því að tryggja sér sæti á EM: „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að nýta þennan glugga til að tryggja okkur inn á EM. Við förum inn í leikinn á föstudaginn fullar af sjálfstrausti og vonandi náum við að klára dæmið þar. Liðið er í góðu standi, leikmenn líta vel út og það er alltaf stemning þegar hópurinn kemur saman. Við höfum fulla trú á þessu,“ segir Sandra María. Hún kom inn á sem varamaður þegar Ísland spilaði útileikinn við Þýskaland, í apríl, en þar unnu Þjóðverjar 3-1 sigur eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins: „Við erum búnar að spila svolítið oft við þær núna undanfarið svo við vitum hverjum við erum að mæta. Við þekkjum vel styrkleikana og veikleikana, hvar við ætlum að sækja og nýta þeirra veikleika, og ég er klárlega bjartsýn. Þær þýsku vita að leikirnir við okkar eru alltaf hörkuleikir, við munum bjóða þeim alvöru baráttu og stefnum bara á sigur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 16:15 á föstudaginn, á Laugardalsvelli. Miðasala er á tix.is. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Ísland tekur á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og mögulega verður EM-sæti fagnað um kvöldið. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Sandra María skoraði þrennu í Laugardalnum á sunnudaginn, í sigri Þórs/KA á Þrótti, og hefur farið algjörlega á kostum í Bestu deildinni í sumar, með 15 mörk í 12 leikjum. Hún segist þó enga kröfu gera um að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari stilli henni upp framarlega gegn Þýskalandi á föstudaginn: „Ég kem klárlega fersk og það er mjög gott að vera búin að spila mikið af leikjum. Auðvitað fylgir því ákveðið álag en það er gott að spila og maður vill það. Vonandi getur maður nýtt það sem er að ganga vel í deildinni og tekið það með sér inn í verkefnið með landsliðinu. Ég treysti Steina algjörlega til að taka þessar ákvarðanir [um hvort að hún spili frammi]. Það hvort maður spilar eða ekki er allt undir honum komið. Maður treystir þeim ákvörðunum sem hann tekur, og þá einnig hvort maður spilar sem bakvörður eða á kanti. Þetta er allt sama íþróttin og maður tekur því sem kemur,“ segir Sandra María sem var á æfingu landsliðsins í morgun. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sandra María ætlar að koma Íslandi á EM Ísland er sem fyrr segir einum sigri frá því að tryggja sér sæti á EM: „Það er ekkert leyndarmál að við ætlum að nýta þennan glugga til að tryggja okkur inn á EM. Við förum inn í leikinn á föstudaginn fullar af sjálfstrausti og vonandi náum við að klára dæmið þar. Liðið er í góðu standi, leikmenn líta vel út og það er alltaf stemning þegar hópurinn kemur saman. Við höfum fulla trú á þessu,“ segir Sandra María. Hún kom inn á sem varamaður þegar Ísland spilaði útileikinn við Þýskaland, í apríl, en þar unnu Þjóðverjar 3-1 sigur eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins: „Við erum búnar að spila svolítið oft við þær núna undanfarið svo við vitum hverjum við erum að mæta. Við þekkjum vel styrkleikana og veikleikana, hvar við ætlum að sækja og nýta þeirra veikleika, og ég er klárlega bjartsýn. Þær þýsku vita að leikirnir við okkar eru alltaf hörkuleikir, við munum bjóða þeim alvöru baráttu og stefnum bara á sigur.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 16:15 á föstudaginn, á Laugardalsvelli. Miðasala er á tix.is.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira