Keegan Bradley útnefndur fyrirliði eftir að Tiger Woods sagði nei takk Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2024 14:02 Tiger Woods afþakkaði fyrirliðastöðu bandaríska liðsins, en Keegan Bradley tekur stöðuna að sér. Ross Kinnaird/Getty Images Hinn 38 ára gamli Keegan Bradley hefur verið útnefndur sem fyrirliði bandaríska Ryder liðsins í golfi á næsta ári. Bradley verður yngsti fyrirliðinn síðan Arnold Palmer var fyrirliði bandaríska liðsins árið 1963. Hann var þó ekki fyrsti kostur til að taka við fyrirliðastöðunni því bandaríska liðið vildi fá Tiger Woods til að gegna stöðunni. Woods afþakkaði þó boðið og því mun Bradley gegna stöðu fyrirliða þegar Ryder bikarinn fer fram í New York fylki í Bandaríkjunum á næsta ári. Bradley tekur við stöðunni af Zach Johnson sem lét af störfum eftir síðasta Ryder bikar sem bandaríska liðið tapaði. „Ég hef aldrei fundið fyrir jafn mikilli ástríðu fyrir stærsta liðamóti golfsins,“ sagði Bradley eftir að hann var útnefndur sem fyrirliði. Sjálfur tók hann þátt í mótinu í tvígang, árin 2012 og 2014, en bandaríska liðið tapaði í bæði skiptin. „Ryder bikarinn er ólíkur öllum öðrum mótum og í þetta sinn verður mótið einstakt vegna þess að við munum spila á sögufrægum velli með mikla sögu og magnaða áhorfendur.“ „Ég hlakka til að byrja undirbúninginn,“ bætti Bradley við. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bradley verður yngsti fyrirliðinn síðan Arnold Palmer var fyrirliði bandaríska liðsins árið 1963. Hann var þó ekki fyrsti kostur til að taka við fyrirliðastöðunni því bandaríska liðið vildi fá Tiger Woods til að gegna stöðunni. Woods afþakkaði þó boðið og því mun Bradley gegna stöðu fyrirliða þegar Ryder bikarinn fer fram í New York fylki í Bandaríkjunum á næsta ári. Bradley tekur við stöðunni af Zach Johnson sem lét af störfum eftir síðasta Ryder bikar sem bandaríska liðið tapaði. „Ég hef aldrei fundið fyrir jafn mikilli ástríðu fyrir stærsta liðamóti golfsins,“ sagði Bradley eftir að hann var útnefndur sem fyrirliði. Sjálfur tók hann þátt í mótinu í tvígang, árin 2012 og 2014, en bandaríska liðið tapaði í bæði skiptin. „Ryder bikarinn er ólíkur öllum öðrum mótum og í þetta sinn verður mótið einstakt vegna þess að við munum spila á sögufrægum velli með mikla sögu og magnaða áhorfendur.“ „Ég hlakka til að byrja undirbúninginn,“ bætti Bradley við.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira