Í fréttatilkynningu segir:
„Línan er blanda af menningu RR og arfleifð 66°Norður en flíkurnar eru allar framleiddar í verksmiðjum 66°Norður.“
Arnar Leó hjá Reykjavík Roses segir í Instagram færslu að hugmyndin að samstarfinu hafi kviknað fyrir þremur árum.
„Fyrir þremur árum sátum við Bergur Guðna í bíl á Austurlandinu í tökum hjá 66 þegar að við ræddum um hversu geðveikt það væri ef að við myndum einhvern tíma hanna samstarfslínu.
Þremur árum seinna sitjum við saman í Miðhrauni að púsla saman samstarfsverkefni Reykjavík Roses og 66 norður. Takk allir sem komu að þessu verkefni og lögðu sitt af mörkum.“
Hér má sjá myndir frá opnunarteitinu:





























