Eftir alla erfiðleikana ætlar Edda að brosa mikið og njóta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur verið að ferðinni út um allan heim. Hér er hún einu sinni sem oftar komin út á flugvöll. @eddahannesd) Það er löng og erfið leið fyrir íþróttafólk að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í dag og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að komast þangað. Það að íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir verði meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París er frábær dæmisaga um það hvað sé hægt að gera þótt útlitið sé svart. Fyrir aðeins ári síðan fór Guðlaug Edda í aðgerð og hún var frá æfingum í tíu mánuði á síðasta ári. Engu að síður tókst henni að koma sér aftur í keppnisform og tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Því náði hún með verðlaunaferð sinni um Asíu þar sem hún vann gull, silfur og brons á þríþrautarmótum í Nepal, Filippseyjum og Japan. Þetta gaf henni nóg af alþjóðlegum stigum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Guðlaug Edda fer yfir stöðuna nú þegar hún er farin að telja niður í þríþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í París. Árið 2023 var erfitt „Mér finnst ég njóta forréttinda að fá að vera í stöðu til að elta draumana mína. Það er stórkostleg gjöf að fá að vera í æfingabúðum, hafa tækifæri til að æfa með vinum sínum og fá að njóta lífsins,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðla sína. Hún hefur verið við æfingar á Spáni í fjórar vikur en fer nú til Þýskalands til að fínpússa hluti. „Á þessum tíma á síðasta ári þá var staðan hjá mér allt önnur. Árið 2023 var á svo margan hátt mér svo erfitt. Það er hefur verið svo erfitt að komast til baka á þetta háa stig,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún vill samt líka halda væntingunum niðri í aðdraganda keppninnar. Í tíu mánuði frá æfingum „Ég missti út tíu mánuði frá æfingum árið 2023 og það er mjög mikið. Ég þarf líklega á einu ári í viðbót að halda til að segja að ég hafi náð fullum styrk en ég get samt sem áður notið ferðalagsins,“ skrifaði Edda. „Nú þegar ég fer í lokaundirbúning minn fyrir París þá er ég að reyna minna sjálfa mig á það að það eru bara liðnir sex mánuðir síðan ég byrjaði almennilega að æfa á ný. Ég geri því mitt besta að njóta þessa sumars, að vera þakklát fyrir þetta líf og hafa allt fólkið mitt í kringum mig. Að fá þetta tækifæri til að keppa fyrir mína litlu þjóð á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Edda. Brosa mikið „Að lifa í núinu, vera góðhjörtuð, að biðja um hjálp þegar ég þarfnast hennar og treysta líkama mínum og huga. Brosa mikið, segja brandara og hlæja. Styðja aðra í því að elta sína drauma og setja það í forgang að hafa gaman. Búa til minningar af því að það er alltaf svo sérstakt að fá að lifa lífi sínu innan íþróttanna,“ skrifaði Edda. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
Það að íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir verði meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París er frábær dæmisaga um það hvað sé hægt að gera þótt útlitið sé svart. Fyrir aðeins ári síðan fór Guðlaug Edda í aðgerð og hún var frá æfingum í tíu mánuði á síðasta ári. Engu að síður tókst henni að koma sér aftur í keppnisform og tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Því náði hún með verðlaunaferð sinni um Asíu þar sem hún vann gull, silfur og brons á þríþrautarmótum í Nepal, Filippseyjum og Japan. Þetta gaf henni nóg af alþjóðlegum stigum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Guðlaug Edda fer yfir stöðuna nú þegar hún er farin að telja niður í þríþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í París. Árið 2023 var erfitt „Mér finnst ég njóta forréttinda að fá að vera í stöðu til að elta draumana mína. Það er stórkostleg gjöf að fá að vera í æfingabúðum, hafa tækifæri til að æfa með vinum sínum og fá að njóta lífsins,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðla sína. Hún hefur verið við æfingar á Spáni í fjórar vikur en fer nú til Þýskalands til að fínpússa hluti. „Á þessum tíma á síðasta ári þá var staðan hjá mér allt önnur. Árið 2023 var á svo margan hátt mér svo erfitt. Það er hefur verið svo erfitt að komast til baka á þetta háa stig,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún vill samt líka halda væntingunum niðri í aðdraganda keppninnar. Í tíu mánuði frá æfingum „Ég missti út tíu mánuði frá æfingum árið 2023 og það er mjög mikið. Ég þarf líklega á einu ári í viðbót að halda til að segja að ég hafi náð fullum styrk en ég get samt sem áður notið ferðalagsins,“ skrifaði Edda. „Nú þegar ég fer í lokaundirbúning minn fyrir París þá er ég að reyna minna sjálfa mig á það að það eru bara liðnir sex mánuðir síðan ég byrjaði almennilega að æfa á ný. Ég geri því mitt besta að njóta þessa sumars, að vera þakklát fyrir þetta líf og hafa allt fólkið mitt í kringum mig. Að fá þetta tækifæri til að keppa fyrir mína litlu þjóð á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Edda. Brosa mikið „Að lifa í núinu, vera góðhjörtuð, að biðja um hjálp þegar ég þarfnast hennar og treysta líkama mínum og huga. Brosa mikið, segja brandara og hlæja. Styðja aðra í því að elta sína drauma og setja það í forgang að hafa gaman. Búa til minningar af því að það er alltaf svo sérstakt að fá að lifa lífi sínu innan íþróttanna,“ skrifaði Edda. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira