Hetja Spánar hermdi eftir pabba á sama stað Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 20:50 Mikel Merino var í skýjunum eftir sigurinn gegn Þýskalandi í kvöld. Getty/Alex Caparros Mikel Merino, hetja Spánar í sigrinum gegn Þýskalandi á EM í kvöld, hermdi eftir fagnaðarlátum föður síns sem skoraði á sama velli fyrir 33 árum síðan. Hinn 28 ára gamli Merino hafði aðeins skorað eitt A-landsliðsmark fyrir Spán áður en hann skoraði undir lok framlengingar í kvöld, og tryggði Spáni 2-1 sigur sem skilaði liðinu í undanúrslit á EM. Það er merkileg staðreynd að fyrsti A-landsleikur Merino, árið 2020, var einmitt einnig á leikvanginum í Stuttgart. Og þar skoraði pabbi hans, Ángel, sitt eina mark fyrir Osasuna, í 3-2 sigri á Stuttgart í UEFA-bikarnum árið 1991. „Það er einhver lukka yfir þessum leikvangi fyrir mig. Pabbi minn skoraði líka hérna, þegar hann spilaði, svo við munum alltaf muna eftir þessum velli,“ sagði Merino eftir sigurinn í kvöld. Eftir sigurmark sitt hljóp hann að hornfánanum og fór í kringum hann, rétt eins og pabbi hans gerði. Dad, Son, 33 years apart, same stadium, same celebration! pic.twitter.com/txOD7ReevS— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) July 5, 2024 Merino var skiljanlega hæstánægður eftir sigurinn en Spánverjar þurfa hins vegar að spjara sig án Daniel Carvajal, sem fékk rautt spjald í lok leiks í kvöld, og Robin Le Normand sem er einnig kominn í bann vegna gulra spjalda. Alls fór gula spjaldið fimmtán sinnum á loft í kvöld. „Við bjuggumst við nákvæmlega svona leik. Tvö af bestu liðum heims. Þetta hefði allt eins getað verið úrslitaleikur á HM,“ sagði Merino. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Merino hafði aðeins skorað eitt A-landsliðsmark fyrir Spán áður en hann skoraði undir lok framlengingar í kvöld, og tryggði Spáni 2-1 sigur sem skilaði liðinu í undanúrslit á EM. Það er merkileg staðreynd að fyrsti A-landsleikur Merino, árið 2020, var einmitt einnig á leikvanginum í Stuttgart. Og þar skoraði pabbi hans, Ángel, sitt eina mark fyrir Osasuna, í 3-2 sigri á Stuttgart í UEFA-bikarnum árið 1991. „Það er einhver lukka yfir þessum leikvangi fyrir mig. Pabbi minn skoraði líka hérna, þegar hann spilaði, svo við munum alltaf muna eftir þessum velli,“ sagði Merino eftir sigurinn í kvöld. Eftir sigurmark sitt hljóp hann að hornfánanum og fór í kringum hann, rétt eins og pabbi hans gerði. Dad, Son, 33 years apart, same stadium, same celebration! pic.twitter.com/txOD7ReevS— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) July 5, 2024 Merino var skiljanlega hæstánægður eftir sigurinn en Spánverjar þurfa hins vegar að spjara sig án Daniel Carvajal, sem fékk rautt spjald í lok leiks í kvöld, og Robin Le Normand sem er einnig kominn í bann vegna gulra spjalda. Alls fór gula spjaldið fimmtán sinnum á loft í kvöld. „Við bjuggumst við nákvæmlega svona leik. Tvö af bestu liðum heims. Þetta hefði allt eins getað verið úrslitaleikur á HM,“ sagði Merino.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira