Hik er sama og tap Ingólfur Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 13:01 Í skoðanaskiptum okkar Hjartar J. Guðmundssonar um hugsanlega aðild Íslands að ESB segir hann í síðasta pistli að ég haldi því fram að lögbundið atkvæðavægi ríkja sambandsins skipti engu máli í samskiptum þjóðanna á þeim vettvangi. Þessu hef ég aldrei haldið fram en aftur á móti bent á að ekki væri nægjanlegt að setjast niður við reiknivélar á vef ráðherraráðsins, skoða þar atkvæðavægi hvers ríkis og ríkjanna í heild og tölulega yfirburði þeirra gagnvart minni þjóðum. Á honum er að skilja að það sem þar komi fram væri eina raunhæfa viðmiðið og því lítið annað en tímaeyðsla að reyna nokkuð til að vinna hagsmunamálum smáþjóðar eins og Íslands fylgis innan samtakanna. Smæð okkar væri svo augljós að engu skipti hversu vasklega við berðumst þar fyrir okkar málum því þau yrðu alltaf borin atkvæðum samkvæmt lögmálum reiknivélarinnar. Auðvitað er slík vanmáttarkennd sorgleg því mörg dæmi eru um að minni þjóðirnar hafa tekið sig saman innan ESB og haft áhrif á niðurstöður. Það gerist með því að móta samstöðu fulltrúa þeirra, safna saman rökum og berjast fyrir þeim. Á þetta hef ég verið að leggja áherslu í málfutningi mínum ásamt því að við verðum virkir meðlimir í samtökunum en ekki með einhverskonar aukaaðild, húkandi áhrifalaus fram á göngum eins og niðursetningar. Hjala þar við reiknivélina góðu og játa sig svo sigraða fyrir fram með glæsibrag! Nú virðist það verða orðin sérstök íþrótt að leita logandi ljósi að málefnum sem stærri þjóðirnar náðu fram eins og Hjörtur hefur gert samviskusamlega í löngu máli í spjalli okkar. Auðvitað væri hægur vandi að telja upp önnur málefni sem minni þjóðirnar hafa knúið fram og sýna fram á að barátta þeirra hefur oft borið árangur. Nægir til dæmis að minnast þess þegar stóru þjóðirnar innan ESB lögðu til um árið að heilmikið styrkjakerfi yrði sett á stofn í sambandi við Covid en smærri þjóðirnar leist ekki á, sameinuðust um að vísa því frá og þær stærri urðu að láta í minni pokann. Þannig gerast nú kaupin á þeirri eyri sem við köllum ESB í daglegu tali og ekki á vísan að róa að treysta einasta á atkvæðavægið. Í fullkomnum heimi ríkir ekki ágreiningur, fátt um álitamál og allt liðast fram eins og í draumi. Þannig er nú lífið ekki í raun og því verður stundum að sætta sig við málamiðlanir, fá ekki allt sitt fram og una því sem ekki er hægt að breyta. Hitt er þó undrunarefni þegar minn ágæti viðmælandi segir lítið að byggja á reglum ESB um hlutfallslegan stöðugleika vegna þess að hægt er að breyta henni og jafnvel fella niður. Hún er nú samt í fullu gildi og ekki vitað til þess að breyting verði þar á. Reglan hefur hingað til verið höfð til viðmiðunar um framkvæmd fiskveiðistefnu bandalagsins og ótímabært að fullyrða að hún gufi upp og hræða þannig úr sér líftóruna. Af sjálfu leiðir að felli ESB umrædda reglu niður varðandi framkvæmd fiskveiðistefnu gagnvart Íslandi þá er sjálfhætt því við viljum sjálf hafa stjórn á okkar fiskveiðum eins og mörg smærri ríki innan ESB gera í raun í dag. En að hafa ekki kjark til að ræða málið við ESB vegna þess að bandalagið gæti kannski og hugsanlega breytt reglugerðinni um hlutfallslegan stöðugleika verður vart skilgreind annað en töluvert mikil svartsýni eða jafnvel heigulsháttur. Ekki mikil reisn yfir slíkri framgöngu. Nú mætti ætla að allt þetta hik gagnvart því að taka fullan og eðlilegan þátt í hinu merkilega starfi innan ESB sæki styrk til þjóðarinnar; hún sé með böggum hildar yfir slíkri samvinnu og tortryggi allt sem frá ESB kemur. Nei, ekki kemur það heim og saman við þá staðreynd að glænýjar skoðankannanir hafa leitt í ljós að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill láta reyna á samningaviðræður um fulla aðild að ESB hið snarasta. Íslenska þjóðin veit sem er að hún mun sjálf hafa síðasta orðið um væntanlegan samning og vill losa málið úr þeim læðingi sem það er nú bundið í, ganga til samningaviðræðna með fullri reisn og djörfung fullvalda þjóðar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ingólfur Sverrisson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Í skoðanaskiptum okkar Hjartar J. Guðmundssonar um hugsanlega aðild Íslands að ESB segir hann í síðasta pistli að ég haldi því fram að lögbundið atkvæðavægi ríkja sambandsins skipti engu máli í samskiptum þjóðanna á þeim vettvangi. Þessu hef ég aldrei haldið fram en aftur á móti bent á að ekki væri nægjanlegt að setjast niður við reiknivélar á vef ráðherraráðsins, skoða þar atkvæðavægi hvers ríkis og ríkjanna í heild og tölulega yfirburði þeirra gagnvart minni þjóðum. Á honum er að skilja að það sem þar komi fram væri eina raunhæfa viðmiðið og því lítið annað en tímaeyðsla að reyna nokkuð til að vinna hagsmunamálum smáþjóðar eins og Íslands fylgis innan samtakanna. Smæð okkar væri svo augljós að engu skipti hversu vasklega við berðumst þar fyrir okkar málum því þau yrðu alltaf borin atkvæðum samkvæmt lögmálum reiknivélarinnar. Auðvitað er slík vanmáttarkennd sorgleg því mörg dæmi eru um að minni þjóðirnar hafa tekið sig saman innan ESB og haft áhrif á niðurstöður. Það gerist með því að móta samstöðu fulltrúa þeirra, safna saman rökum og berjast fyrir þeim. Á þetta hef ég verið að leggja áherslu í málfutningi mínum ásamt því að við verðum virkir meðlimir í samtökunum en ekki með einhverskonar aukaaðild, húkandi áhrifalaus fram á göngum eins og niðursetningar. Hjala þar við reiknivélina góðu og játa sig svo sigraða fyrir fram með glæsibrag! Nú virðist það verða orðin sérstök íþrótt að leita logandi ljósi að málefnum sem stærri þjóðirnar náðu fram eins og Hjörtur hefur gert samviskusamlega í löngu máli í spjalli okkar. Auðvitað væri hægur vandi að telja upp önnur málefni sem minni þjóðirnar hafa knúið fram og sýna fram á að barátta þeirra hefur oft borið árangur. Nægir til dæmis að minnast þess þegar stóru þjóðirnar innan ESB lögðu til um árið að heilmikið styrkjakerfi yrði sett á stofn í sambandi við Covid en smærri þjóðirnar leist ekki á, sameinuðust um að vísa því frá og þær stærri urðu að láta í minni pokann. Þannig gerast nú kaupin á þeirri eyri sem við köllum ESB í daglegu tali og ekki á vísan að róa að treysta einasta á atkvæðavægið. Í fullkomnum heimi ríkir ekki ágreiningur, fátt um álitamál og allt liðast fram eins og í draumi. Þannig er nú lífið ekki í raun og því verður stundum að sætta sig við málamiðlanir, fá ekki allt sitt fram og una því sem ekki er hægt að breyta. Hitt er þó undrunarefni þegar minn ágæti viðmælandi segir lítið að byggja á reglum ESB um hlutfallslegan stöðugleika vegna þess að hægt er að breyta henni og jafnvel fella niður. Hún er nú samt í fullu gildi og ekki vitað til þess að breyting verði þar á. Reglan hefur hingað til verið höfð til viðmiðunar um framkvæmd fiskveiðistefnu bandalagsins og ótímabært að fullyrða að hún gufi upp og hræða þannig úr sér líftóruna. Af sjálfu leiðir að felli ESB umrædda reglu niður varðandi framkvæmd fiskveiðistefnu gagnvart Íslandi þá er sjálfhætt því við viljum sjálf hafa stjórn á okkar fiskveiðum eins og mörg smærri ríki innan ESB gera í raun í dag. En að hafa ekki kjark til að ræða málið við ESB vegna þess að bandalagið gæti kannski og hugsanlega breytt reglugerðinni um hlutfallslegan stöðugleika verður vart skilgreind annað en töluvert mikil svartsýni eða jafnvel heigulsháttur. Ekki mikil reisn yfir slíkri framgöngu. Nú mætti ætla að allt þetta hik gagnvart því að taka fullan og eðlilegan þátt í hinu merkilega starfi innan ESB sæki styrk til þjóðarinnar; hún sé með böggum hildar yfir slíkri samvinnu og tortryggi allt sem frá ESB kemur. Nei, ekki kemur það heim og saman við þá staðreynd að glænýjar skoðankannanir hafa leitt í ljós að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill láta reyna á samningaviðræður um fulla aðild að ESB hið snarasta. Íslenska þjóðin veit sem er að hún mun sjálf hafa síðasta orðið um væntanlegan samning og vill losa málið úr þeim læðingi sem það er nú bundið í, ganga til samningaviðræðna með fullri reisn og djörfung fullvalda þjóðar. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun