Fótbolti

Þegar Atli Eð­valds skoraði með hælnum á móti Frökkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Eðvaldsson var fyrirliði íslenska landsliðsins fyrir 24 árum síðar og skoraði þá mark liðsins þrátt fyrir að spila í vörninni.
Atli Eðvaldsson var fyrirliði íslenska landsliðsins fyrir 24 árum síðar og skoraði þá mark liðsins þrátt fyrir að spila í vörninni. Getty/Dan Smith

Frakkar spila í kvöld á móti Portúgal í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta og þá er að sjá hvort einhver leiki eftir tilþrif Atla Eðvaldssonar frá árinu 1990.

Ísland tapaði 2-1 þegar Frakkarnir mættu á Laugardalsvelli í undankeppni EM 1992 fyrir að verða 24 árum síðan.

Eric Cantona var sakaður um að skora með hendi í leiknum en eftirminnilegasta mark leiksins skoraði samt fyrirliði íslenska landsliðsins.

Dagblaðið Vísir fjallaði um leikinn daginn eftir og birti stóra opnumynd af markinu.Tímarit.is/Dagblaðið Vísir

Knattspyrnusamband Íslands rifjaði upp þetta mark Atla Eðvaldssonar í þessu nauma tapi á móti Frökkum 5. september 1990.

Markið skoraði Atli með laglegri hælspyrnu eftir að Arnór Guðjohnsen skallaði hornspyrnu Ólafs Þórðarsonar til hans.

„Ég var öruggur með að skora, vissi af boltanum fyrir aftan mig og rak hælinn vinalega í hann. Ég miðaði upp í vinkilinn, en náði ekki að stýra honum þangað," sagði Atli brosandi í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn.

Markið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×