Tyrkir segja að Demiral hafi ekki verið dæmdur í bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 08:15 Hér má sjá þetta „úlfatákn“ sem kom Tyrkjanum Merih Demiral í vandræði. Getty/Hendrik Schmidt Þýska blaðið Bild sló því upp í gær að hetja tyrkneska landsliðsins, Merih Demiral, væri kominn í tveggja leikja bann og myndi missa af leikjum í átta liða úrslitum og undanúrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tyrkneska sambandið hafnar þessum fréttum. Demiral skoraði tvö mörk í sigri á Austurríki í sextán liða úrslitum EM en fór fyrir aganefnd UEFA af því að hann fangaði marki með því að gera „úlfatákn“ með höndunum, en um er að ræða tákn Gráúlfanna, hóps öfgaþjóðernissinna í Tyrklandi. Bild sagði að UEFA hefði ákveðið að dæma Demiral í tveggja leikja bann. Samkvæmt viðbrögðum tyrkneska sambandsins þá er ekki búið að dæma í málinu og að tyrkneska sambandið eigi enn eftir að segja sína hlið fyrir dómstóli UEFA. Frestur til þess rennur ekki út fyrr en í dag. Verdens Gang segir frá þessum nýju vendingum í málinu. Það að gera svona tákn, eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt, hefur til að mynda verið bannað með lögum í Austurríki, frá árinu 2019. Brot á þeim lögum varða sekt upp á allt að fjögur þúsund evrum, eða sex hundruð þúsund íslenskum krónum. Demiral er gríðarlega mikilvægur fyrir Tyrkina, hann skoraði ekki aðeins bæði mörkin í sigrinum á Austurríki heldur átti hann einnig stórleik í miðri vörninni. Tyrkir mæta Hollendingum á morgun í átta liða úrslitum EM. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Demiral skoraði tvö mörk í sigri á Austurríki í sextán liða úrslitum EM en fór fyrir aganefnd UEFA af því að hann fangaði marki með því að gera „úlfatákn“ með höndunum, en um er að ræða tákn Gráúlfanna, hóps öfgaþjóðernissinna í Tyrklandi. Bild sagði að UEFA hefði ákveðið að dæma Demiral í tveggja leikja bann. Samkvæmt viðbrögðum tyrkneska sambandsins þá er ekki búið að dæma í málinu og að tyrkneska sambandið eigi enn eftir að segja sína hlið fyrir dómstóli UEFA. Frestur til þess rennur ekki út fyrr en í dag. Verdens Gang segir frá þessum nýju vendingum í málinu. Það að gera svona tákn, eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari frétt, hefur til að mynda verið bannað með lögum í Austurríki, frá árinu 2019. Brot á þeim lögum varða sekt upp á allt að fjögur þúsund evrum, eða sex hundruð þúsund íslenskum krónum. Demiral er gríðarlega mikilvægur fyrir Tyrkina, hann skoraði ekki aðeins bæði mörkin í sigrinum á Austurríki heldur átti hann einnig stórleik í miðri vörninni. Tyrkir mæta Hollendingum á morgun í átta liða úrslitum EM.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira