Spánverjar hafa aldrei unnið heimaþjóð þegar allt er undir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 13:01 Nico Williams fagnar marki spænska landsliðsins í sextán liða úrslitunum. Nú reynir á Spánverjana á móti gestgjöfum Þjóðverja. Getty/Alex Grimm Spænska fótboltalandsliðið hefur spilað vel á Evrópumótinu í Þýskalandi en nú bíður liðsins afar krefjandi verkefni og múr sem landslið Spánverja hefur aldrei komist í gegnum. Spánverjar mæta gestgjöfum Þjóðverja í átta liða úrslitum EM klukkan 16.00 í dag. Spænska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei unnið leik upp á líf eða dauða á móti heimaþjóð á stórmóti. Hér erum við að tala um úrslitaleik í riðlakeppni eða leik í útsláttarkeppni á HM eða EM. Þetta eru líka orðin níu skipti allt frá HM 1934 til HM 2018. Síðast mættu Spánverjar gestgjöfum á HM í Rússlandi 2018. Sá leikur var í sextán liða úrslitunum. Rússarnir unnu 4-3 í vítakeppni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Síðasti leikur Spánverja upp á líf eða dauða á móti heimaþjóð á Evrópumóti var á móti Portúgal á EM 2004. Þetta var lokaleikur þjóðanna í riðlinum og hreinn úrslitaleikur um sæti í átta liða úrslitum. Portúgal vann leikinn 1-0 á marki Nuno Gomes. Á EM í Englandi 1996 töpuðu Spánverjar í vítakeppni á móti Englendingum í átta liða úrslitum. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en England vann vítakeppnina 4-2. Þá er frægur leikur frá HM í Suður-Kóreu 2002 þegar spænska liðið tapaði í vítakeppni á móti Kóreumönnum. Spánverjar skoruðu tvö mörk í þessu markalausa jafntefli en þau voru dæmd af sem var mjög umdeild. Á EM 1984 tapaði spænska landsliðið á móti Frökkum í úrslitaleik eftir að markvörður liðsins missti aukaspyrnu Michel Platini undir sig. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig fer hjá Spánverjunum í dag. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Spánverjar mæta gestgjöfum Þjóðverja í átta liða úrslitum EM klukkan 16.00 í dag. Spænska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei unnið leik upp á líf eða dauða á móti heimaþjóð á stórmóti. Hér erum við að tala um úrslitaleik í riðlakeppni eða leik í útsláttarkeppni á HM eða EM. Þetta eru líka orðin níu skipti allt frá HM 1934 til HM 2018. Síðast mættu Spánverjar gestgjöfum á HM í Rússlandi 2018. Sá leikur var í sextán liða úrslitunum. Rússarnir unnu 4-3 í vítakeppni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Síðasti leikur Spánverja upp á líf eða dauða á móti heimaþjóð á Evrópumóti var á móti Portúgal á EM 2004. Þetta var lokaleikur þjóðanna í riðlinum og hreinn úrslitaleikur um sæti í átta liða úrslitum. Portúgal vann leikinn 1-0 á marki Nuno Gomes. Á EM í Englandi 1996 töpuðu Spánverjar í vítakeppni á móti Englendingum í átta liða úrslitum. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en England vann vítakeppnina 4-2. Þá er frægur leikur frá HM í Suður-Kóreu 2002 þegar spænska liðið tapaði í vítakeppni á móti Kóreumönnum. Spánverjar skoruðu tvö mörk í þessu markalausa jafntefli en þau voru dæmd af sem var mjög umdeild. Á EM 1984 tapaði spænska landsliðið á móti Frökkum í úrslitaleik eftir að markvörður liðsins missti aukaspyrnu Michel Platini undir sig. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig fer hjá Spánverjunum í dag. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira