Segir að markið hans Bellingham gæti breytt öllu fyrir enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 07:31 Jude Bellingham skorar hér markið sitt á móti Slóvakíu og bjargar Englendingum á síðustu stundu. Getty/Shaun Botterill John Stones trúir því að mark liðsfélaga hans Jude Bellingham í sextán liða úrslitunum gæti verið vendipunktur fyrir enska landsliðið á þessu Evrópumóti. Englendingar voru á leiðinni út úr keppninni enda komið langt inn í uppbótatíma þegar Bellingham jafnaði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Bellingham tryggði liðinu framlengingu og Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í upphafi hennar. Næst á dagskránni er leikur við Sviss í átta liða úrslitunum í Düsseldorf á morgun. „Ég tel að markið hans Bellingham sé vendipunktur fyrir okkur tilfinningalega af því að okkur tókst að nái þessu marki inn með alla þessu pressu á okkur á lokamínútum leiksins,“ sagði Manchester City maðurinn John Stones. Stones: Bellingham goal can transform England https://t.co/40iHKQv3Sv— Sports Schedule (@schedulesportz) July 4, 2024 „Ég trúi því að þetta muni breyta fullt af hlutum fyrir liðið með því að fara í gegnum þennan tilfinningapakka. Það er til frábær mynd af okkur fagna þessu marki þar sem allur bekkurinn er kominn með okkur, bæði leikmenn og starfsmenn. Það sýnir samheldnina í okkar liði,“ sagði Stones. „Þegar þú hefur náð að gera svona hluti þá trúir þú enn meira á það að geta klárað dæmið þegar hlutirnir verða erfiðir. Ég hef sagt það eftir síðustu leiki að við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og reyna að spila fótboltann sem við erum vanir,“ sagði Stones. „Ég vil samt ekki gera lítið úr síðasta leik. Ég hélt að við værum á leiðinni heim eftir klukkutíma leik en það fylgir því mikill kraftur að hafa náð að breyta hugarfari okkar allra og viðhalda trúnni og trausti á okkur sjálfa,“ sagði Stones. „Skiljanlega voru stuðningsmennirnir ekki ánægðir með þessa frammistöðu. Við áttum okkur á því en við getum notað það sem eldsneyti til að sjá til þess að þessi sigur telji,“ sagði Stones. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Englendingar voru á leiðinni út úr keppninni enda komið langt inn í uppbótatíma þegar Bellingham jafnaði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Bellingham tryggði liðinu framlengingu og Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í upphafi hennar. Næst á dagskránni er leikur við Sviss í átta liða úrslitunum í Düsseldorf á morgun. „Ég tel að markið hans Bellingham sé vendipunktur fyrir okkur tilfinningalega af því að okkur tókst að nái þessu marki inn með alla þessu pressu á okkur á lokamínútum leiksins,“ sagði Manchester City maðurinn John Stones. Stones: Bellingham goal can transform England https://t.co/40iHKQv3Sv— Sports Schedule (@schedulesportz) July 4, 2024 „Ég trúi því að þetta muni breyta fullt af hlutum fyrir liðið með því að fara í gegnum þennan tilfinningapakka. Það er til frábær mynd af okkur fagna þessu marki þar sem allur bekkurinn er kominn með okkur, bæði leikmenn og starfsmenn. Það sýnir samheldnina í okkar liði,“ sagði Stones. „Þegar þú hefur náð að gera svona hluti þá trúir þú enn meira á það að geta klárað dæmið þegar hlutirnir verða erfiðir. Ég hef sagt það eftir síðustu leiki að við verðum að halda áfram að bæta okkar leik og reyna að spila fótboltann sem við erum vanir,“ sagði Stones. „Ég vil samt ekki gera lítið úr síðasta leik. Ég hélt að við værum á leiðinni heim eftir klukkutíma leik en það fylgir því mikill kraftur að hafa náð að breyta hugarfari okkar allra og viðhalda trúnni og trausti á okkur sjálfa,“ sagði Stones. „Skiljanlega voru stuðningsmennirnir ekki ánægðir með þessa frammistöðu. Við áttum okkur á því en við getum notað það sem eldsneyti til að sjá til þess að þessi sigur telji,“ sagði Stones.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira