Argentína, sem er bæði ríkjandi heimsmeistari og ríkjandi Suðurameríkumeistari, mætir annað hvort Venesúela eða Kanada í undanúrslitaleiknum.
Leikurinn sjálfur endaði með 1-1 jafntefli en enn á ný var markvörðurinn Emi Martinez hetjan í vítaspyrnukeppni.
Argentina reached the semifinals of Copa America but had an almighty scare in the process.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 5, 2024
▪️How was this game won?
▪️How did Lionel Messi look in his return?
📝@FelipeCar and @PaulTenoriohttps://t.co/gUenrqsAUy
Martinez bjargaði meira að segja Lionel Messi sem klúðraði fyrsta vítinu í vítakeppninni. Messi skaut í slá og yfir úr sínu víti en hann var að reyna að vippa boltanum í mitt markið.
Martinez varði fyrstu tvær vítaspyrnur Ekvadora og liðsfélagar Messi nýttu fjórar síðustu spyrnurnar. Julián Álvarez, Alexis Mac Allister, Gonzalo Montiel og Nicolás Otamendi skoruðu úr vítum sínum.
Messi byrjaði leikinn en hann var tæpur vegna meiðsla og missti af leiknum á móti Perú í riðlakeppninni vegna tognunar aftan í læri.
Lisandro Martínez kom Argentínu yfir í leiknum á 35. mínútu eftir skallastoðsendingu frá Liverpool manninum Alexis Mac Allister en Kevin Rodríguez jafnaði metin fyrir Ekvador í uppbótatíma. Það var engin framlenging heldur farið beint í vítaspyrnukeppnina.
Martinez hélt þar áfram að vera hetja þjóðar sinnar í vítaspyrnukeppni en hann vann hefur unnið þær nokkrar í sigurgöngu Argentínu í síðustu stórmótum.