Segja að Southgate gæti skipt um leikkerfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 10:31 Gareth Southgate ræðir hér við leikmenn sína fyrir framlenginguna á móti Slóvakíu. Getty/Eddie Keogh Ekki hefur vantað gagnrýnina á leik enska landsliðsins á EM þótt að liðið hafi unnið sinn riðil og sé komið alla leið í átta liða úrslitin. Nú er von á breytingum hjá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate. Enskir miðlar eins og The Independent og The Telegraph segja að enska landsliðið hafi verið að prófa nýtt leikkerfi á æfingum liðsins fyrir leik á móti Sviss í átta liða úrslitunum en leikurinn fer fram á laugardaginn. Hér má sjá greinina í The Independent og hér má sjá greinina í The Telegraph. Það er gríðarleg pressa á Southgate enda mikil óánægja með frammistöðu enska liðsins. Gareth Southgate considers shock switch to back three for England's QF game against Switzerland. Story with @SamWallaceTel https://t.co/uVOrv6AqvR— Matt Law (@Matt_Law_DT) July 3, 2024 Enskir fjölmiðlamenn búast við því að Southgate stilli upp þriggja manna vörn í næsta leik. Hann er tilneyddur til að breytta vörninni þar sem að miðvörðurinn Marc Guehi tekur út leikbann á móti Svisslendingum. Það lítur einnig út fyrir það að Luke Shaw sé enn ekki leikfær en Southgate ákvað að fara með meiddan leikmann á Evrópumótið. Búist er við því að Aston Villa maðurinn Ezri Konsa komi inn fyrir Guehi. Konsa gæti spilað í þriggja manna vörn við hlið þeirra John Stones og Kyle Walker. Southgate notaði 3-5-2 leikkerfið á HM 2018 þegar enska landsliðið komst alla leið í undanúrslitin. Hann skipti líka í þetta kerfi undir lokin á leiknum við Slóvakíu í sextán liða úrslitunum þegar enska liðið var undir og þurfti mark. Það gekk upp sem þykir auka líkur á því að liðið verði með þriggja manna vörn á móti Sviss. Bukayo Saka verður þá væntanlega vinstri vængbakvörður eins hann var og í lokin á móti Slóvökum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Enskir miðlar eins og The Independent og The Telegraph segja að enska landsliðið hafi verið að prófa nýtt leikkerfi á æfingum liðsins fyrir leik á móti Sviss í átta liða úrslitunum en leikurinn fer fram á laugardaginn. Hér má sjá greinina í The Independent og hér má sjá greinina í The Telegraph. Það er gríðarleg pressa á Southgate enda mikil óánægja með frammistöðu enska liðsins. Gareth Southgate considers shock switch to back three for England's QF game against Switzerland. Story with @SamWallaceTel https://t.co/uVOrv6AqvR— Matt Law (@Matt_Law_DT) July 3, 2024 Enskir fjölmiðlamenn búast við því að Southgate stilli upp þriggja manna vörn í næsta leik. Hann er tilneyddur til að breytta vörninni þar sem að miðvörðurinn Marc Guehi tekur út leikbann á móti Svisslendingum. Það lítur einnig út fyrir það að Luke Shaw sé enn ekki leikfær en Southgate ákvað að fara með meiddan leikmann á Evrópumótið. Búist er við því að Aston Villa maðurinn Ezri Konsa komi inn fyrir Guehi. Konsa gæti spilað í þriggja manna vörn við hlið þeirra John Stones og Kyle Walker. Southgate notaði 3-5-2 leikkerfið á HM 2018 þegar enska landsliðið komst alla leið í undanúrslitin. Hann skipti líka í þetta kerfi undir lokin á leiknum við Slóvakíu í sextán liða úrslitunum þegar enska liðið var undir og þurfti mark. Það gekk upp sem þykir auka líkur á því að liðið verði með þriggja manna vörn á móti Sviss. Bukayo Saka verður þá væntanlega vinstri vængbakvörður eins hann var og í lokin á móti Slóvökum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira