Disney stjórinn að kaupa fótboltafélag með eiginkonunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 12:31 Skólastýran Willow Bay og eiginmaður hennar, Bob Iger, framkvæmdastjóri Disney, ætla að dýfa sér inn í fótboltaheiminn og hjálpa kvennafótboltanum í Bandaríkjunum að vaxa. Getty/Mike Coppola Skólastýran Willow Bay og eiginmaður hennar, Bob Iger, framkvæmdastjóri Disney, eru sögð vera að ganga frá samningi um kaup á bandaríska kvennafótboltafélaginu Angel City FC. Angel City er kannski þekktast fyrir það að í eigandahópi félagsins eru heimsþekktar leikkonur, kvenfjárfestar og íþróttakonur. Parið mun kaupa meirihluta í félaginu af Alexis Ohanian, stofnanda Reddit og eiginmanns Serenu Williams. Hann á stærstan hluta í félaginu. Félagið, sem er með aðstæður í Los Angeles, er metið á 250 milljónir Bandaríkjadali. Það er talið að félagið myndi hækka í virði og upp í þrjú hundruð milljón dali eftir kaupin. Angel City vill fá konu sem eiganda og Willow Bay verður í fararbroddi samkvæmt tilboði hjónananna. Hún starfar sem skólastjóri í USC Annenberg fjölmiðlaskólanum. Stofnendur félagsins voru Kara Nortman, leikkonan Natalie Portman og Julie Uhrman en meðal fjárfesta í því voru leikkonan Eva Longoria, umrædd Serena Williams og bandarísku knattspyrnugoðsagnirnar Abby Wambach og Mia Hamm. Angel City FC spilar heimaleiki sína á BMO Stadium sem er nálægt miðbæ Los Angeles. Það er með meira en sextán þúsund ársmiðahafa. Það hefur verið mikið um breytingar á eigendahópi þeirra fjórtán félaga sem skipa NWSL deildina. Næstum því öll félögin hafa fengið nýja eigendur eða nýja stóra fjárfesta á síðustu fjórum árum. Peningafólk sýnir deildinni meiri áhuga og það ætti að ýta undir vöxt hennar á næstu misserum. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Angel City er kannski þekktast fyrir það að í eigandahópi félagsins eru heimsþekktar leikkonur, kvenfjárfestar og íþróttakonur. Parið mun kaupa meirihluta í félaginu af Alexis Ohanian, stofnanda Reddit og eiginmanns Serenu Williams. Hann á stærstan hluta í félaginu. Félagið, sem er með aðstæður í Los Angeles, er metið á 250 milljónir Bandaríkjadali. Það er talið að félagið myndi hækka í virði og upp í þrjú hundruð milljón dali eftir kaupin. Angel City vill fá konu sem eiganda og Willow Bay verður í fararbroddi samkvæmt tilboði hjónananna. Hún starfar sem skólastjóri í USC Annenberg fjölmiðlaskólanum. Stofnendur félagsins voru Kara Nortman, leikkonan Natalie Portman og Julie Uhrman en meðal fjárfesta í því voru leikkonan Eva Longoria, umrædd Serena Williams og bandarísku knattspyrnugoðsagnirnar Abby Wambach og Mia Hamm. Angel City FC spilar heimaleiki sína á BMO Stadium sem er nálægt miðbæ Los Angeles. Það er með meira en sextán þúsund ársmiðahafa. Það hefur verið mikið um breytingar á eigendahópi þeirra fjórtán félaga sem skipa NWSL deildina. Næstum því öll félögin hafa fengið nýja eigendur eða nýja stóra fjárfesta á síðustu fjórum árum. Peningafólk sýnir deildinni meiri áhuga og það ætti að ýta undir vöxt hennar á næstu misserum. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira