Foden finnur til með Southgate Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 07:36 Phil Foden er einn af þeim leikmönnum sem hafa ekki náð að sýna það sama með enska landsliðnu á EM og við þekkjum til þeirra með félagsliðunum þeirra. Getty/Richard Pelham Phil Foden, leikmaður enska landsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði líka að líta í eigin barm þegar kemur að slakri frammistöðu liðsins á Evrópumótinu. Hann vorkennir landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate sem hefur mátt þola mikla gagnrýni. Enska liðið er vissulega komið í átta liða úrslit keppninnar en leikur liðsins hefur ekki hrifið marga. Liðið var á leiðinni úr keppni þegar Jude Bellingham jafnaði metin í uppbótatíma á móti Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í framlengingunni og enska liðið slapp með skrekkinn. Southgate hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna lélegrar frammistöðu liðsins, bæði vegna leikstíls og hvaða leikmenn fá að spila og hverjir ekki. Hundleiðinlegur og ragur leikstíll er vissulega gagnrýnisverður. „Leikmennirnir verða líka að taka á sig eitthvað af sökinni,“ sagði Phil Foden á blaðamannafundi fyrir leikinn við Sviss í átta liða úrslitunum. „Leiðtogar liðsins verða að koma saman og reyna að finna lausnina á því af hverju þetta er ekki að ganga hjá okkur,“ sagði Foden. „Það er bara ákveðið mikið sem þjálfarinn getur gert. Hann setur upp leikkerfið og segir þér hvernig á að pressa. Ef það gengur ekki upp þá verður þú að finna lausnina inn á vellinum,“ sagði Foden. Flestir telja að Southgate sé að skipa liðinu að vera svona aftarlega en það er ekki svo. „Á æfingum hefur hann verið að segja okkur að pressa og vera framar á vellinum en mér finnst þetta stundum vera bara undir leikmönnum sjálfum komið,“ sagði Foden. „Við verðum að sýna að við séum leiðtogar. Við hefðum þurft að ná betur saman inn á vellinum og finna lausnir,“ sagði Foden. Phil Foden says it's time for the England players to step up.#Euro2024 #BBCEuros pic.twitter.com/AxQd74vtBN— BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Enska liðið er vissulega komið í átta liða úrslit keppninnar en leikur liðsins hefur ekki hrifið marga. Liðið var á leiðinni úr keppni þegar Jude Bellingham jafnaði metin í uppbótatíma á móti Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í framlengingunni og enska liðið slapp með skrekkinn. Southgate hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna lélegrar frammistöðu liðsins, bæði vegna leikstíls og hvaða leikmenn fá að spila og hverjir ekki. Hundleiðinlegur og ragur leikstíll er vissulega gagnrýnisverður. „Leikmennirnir verða líka að taka á sig eitthvað af sökinni,“ sagði Phil Foden á blaðamannafundi fyrir leikinn við Sviss í átta liða úrslitunum. „Leiðtogar liðsins verða að koma saman og reyna að finna lausnina á því af hverju þetta er ekki að ganga hjá okkur,“ sagði Foden. „Það er bara ákveðið mikið sem þjálfarinn getur gert. Hann setur upp leikkerfið og segir þér hvernig á að pressa. Ef það gengur ekki upp þá verður þú að finna lausnina inn á vellinum,“ sagði Foden. Flestir telja að Southgate sé að skipa liðinu að vera svona aftarlega en það er ekki svo. „Á æfingum hefur hann verið að segja okkur að pressa og vera framar á vellinum en mér finnst þetta stundum vera bara undir leikmönnum sjálfum komið,“ sagði Foden. „Við verðum að sýna að við séum leiðtogar. Við hefðum þurft að ná betur saman inn á vellinum og finna lausnir,“ sagði Foden. Phil Foden says it's time for the England players to step up.#Euro2024 #BBCEuros pic.twitter.com/AxQd74vtBN— BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn