Fylgdust með hjartslætti Ronaldo í leiknum á móti Slóveníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 10:00 Cristiano Ronaldo grét sáran eftir að hann klúðraði víti sínu en náði aftur tökum á sér og nýtti mikilvægt víti í vítakeppninni. Getty/Robbie Jay Barratt Það voru ekki bara augu á Cristiano Ronaldo í leiknum við Slóvena í sextán liða úrslitum Evrópumótsins því einnig var fylgst náið með hjartslætti leikmannsins í þessum mikilvæga leik. Ronaldo náði ekki að skora sitt fyrsta mark á Evrópumótinu en hann kom engu að síður mikið við sögu. Hann fékk frábært tækifæri í framlengingunni en klikkaði þá á vítaspyrnu. Hann bætti síðan fyrir það með því að skora úr fyrstu vítaspyrnu Portúgala í vítakeppninni. Ronaldo er 39 ára gamall og spilaði allar 120 mínútur leiksins. Hann fékk smá hvíld í leiknum við Georgíu en annars hefur hann verið allan tímann inn á vellinum hjá Portúgölum. Það er því athyglisvert að skoða hvernig hjartsláttur hans var á þessum æsispennandi lokamínútum á mánudagskvöldið. Ronaldo er í samstarfi við Whoop sem fékk að birta grafíska mynda af hjartslætti hans á lokakafla leiksins. Þar sést að hjartsláttur er mjög hár þegar leikurinn er flautaður af og ljóst að vítaspyrnukeppni muni ráða úrslitum. Ronaldo nær í framhaldinu að róa niður hjartslátt sinn og hann er aldrei lægri en einmitt þegar hann tekur þetta mikilvæga víti sitt í vítakeppninni. Hjartslátturinn tekur síðan kipp þegar markvörður Portúgala, Diogo Costa, ver sitt annað víti sem og við annað mark Portúgala í vítakeppninni sem Bruno Fernandes skoraði. Hjartsláttur Ronaldo rýkur síðan upp þegar Bernando Silva tryggir portúgalska liðinu sigurinn í vítakeppninni og um leið sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það má sjá þessa athyglisverðu grafík hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WHOOP (@whoop) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Ronaldo náði ekki að skora sitt fyrsta mark á Evrópumótinu en hann kom engu að síður mikið við sögu. Hann fékk frábært tækifæri í framlengingunni en klikkaði þá á vítaspyrnu. Hann bætti síðan fyrir það með því að skora úr fyrstu vítaspyrnu Portúgala í vítakeppninni. Ronaldo er 39 ára gamall og spilaði allar 120 mínútur leiksins. Hann fékk smá hvíld í leiknum við Georgíu en annars hefur hann verið allan tímann inn á vellinum hjá Portúgölum. Það er því athyglisvert að skoða hvernig hjartsláttur hans var á þessum æsispennandi lokamínútum á mánudagskvöldið. Ronaldo er í samstarfi við Whoop sem fékk að birta grafíska mynda af hjartslætti hans á lokakafla leiksins. Þar sést að hjartsláttur er mjög hár þegar leikurinn er flautaður af og ljóst að vítaspyrnukeppni muni ráða úrslitum. Ronaldo nær í framhaldinu að róa niður hjartslátt sinn og hann er aldrei lægri en einmitt þegar hann tekur þetta mikilvæga víti sitt í vítakeppninni. Hjartslátturinn tekur síðan kipp þegar markvörður Portúgala, Diogo Costa, ver sitt annað víti sem og við annað mark Portúgala í vítakeppninni sem Bruno Fernandes skoraði. Hjartsláttur Ronaldo rýkur síðan upp þegar Bernando Silva tryggir portúgalska liðinu sigurinn í vítakeppninni og um leið sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Það má sjá þessa athyglisverðu grafík hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WHOOP (@whoop)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira