Sex létust hið minnsta á eyjunum en þó hefur aðeins dregið úr veðrinu sem er nú fjórða stigs fellibylur. Það er þó ljóst að hann mun valda tjóni á Jamaíku áður en hann stefnir í átt að Yukatan skaga í Mexíkó á föstudaginn. Aldrei áður hefur fellibylur af þessari stærðargráðu myndast svo snemma á tímabilinu.
Eyjurnar Union, Carriacou og Grenada urðu illa úti í óðveðrinu og þar eru fjölmörg heuimili ónýt eða fokin á haf út. Veðurfræðingar hafa þó mestar áhyggjur af Jamaíku þar sem mun fleiri búa en sjávarstaðan gæti hækkað um tæpa þrjá metra á skammri stundu og gríðarleg rigning mun fylgja veðrinu.