Jamal Thiaré tryggði nefnilega Atlanta United 2-1 sigur á Toronto FC í MLS deildinni með sérstöku marki á síðustu stundu.
Thiaré fór nefnilega í feluleik í uppbótatíma leiksins og tókst með því að plata markvörð Toronto.
Leiktíminn var að renna út og Luka Gavran, markvörður Toronto, hafði gripið vel inn í fyrirgjöf eftir hornspyrnu.
Hann ætlaði að vinna sér inn nokkrar sekúndur áður en hann sparkaði boltanum frá marki. Gavran setti boltann á jörðina og hélt að það væri nú í lagi enda enginn sóknarmaður Atlanta sjáanlegur.
Vandamálið var að Thiaré hafði falið sig, fyrst á bak við markið og svo á bak við Gavran sjálfan. Hann kom nú á fleygiferð, stal boltanum og skoraði auðveldlega í markið.
Markið kom á sjöundu mínútu uppbótatímans og það var enginn tími fyrir Toronto að svara. Þetta var sigurmarkið í leiknum og feluleikurinn hafði skilað sigri.
Hinn 31 árs gamli Thiaré var að skora sitt fimmta mark á tímabilinu.
Markið sérstaka má sjá hér fyrir neðan.