Handtekinn á þaki vallarins þar sem hann ætlaði að ná góðum myndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2024 07:00 21 árs gamall maður kom sér upp á þakið á Westfalenstadion á leik Þýskalands og Danmerkur. Rene Nijhuis/MB Media/Getty Images Þýska sérsveitin var kölluð út á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liðar úrslitum Evrópumótsins vegna manns sem var búinn að koma sér upp á þak Westfalenstadion. Þýskaland og Danmörk áttust við á Westfalenstadion, heimavelli Dortmund, í 16-liða úrslitum Evrópumótsins síðastliðinn þriðjudag þar sem Þjóðverjar höfðu betur, 2-0. Gera þurfti hlé á leiknum á 35. mínútu vegna veðurs þar sem þrumur, eldingar, haglél og rigning settu strik í reikninginn. Snemma í síðari hálfleik sást svo maður uppi á þaki vallarins. Maðurinn var svartklæddur, með hulið andlit og bakpoka á bakinu. Lögregla sá manninn klukkan 22:11 að staðartíma og eftir að lögregluþjónar, drónar og þyrla höfðu fylgst með honum í dágóða stund var hann handtekinn af þýsku sérsveitinni klukkan 23:44. Schwarze Kleidung, das Gesicht vermummt und dazu noch ein schwarzer Rucksack. Der Osnabrücker (21), der beim EM-Spiel gegen Dänemark unter dem Stadiondach herumkletterte, hätte auch leicht für einen Terroristen gehalten werden können... – Ohne Abo lesbarhttps://t.co/hla0lnsQgy pic.twitter.com/oK9af1aLr3— Hasepost – Zeitung für Osnabrück (@hasepost) June 30, 2024 Maðurinn var færður í handjárn, en ekkert grunsamlegt fannst í bakpokanum. Hins vegar fannst myndavél í bakpokanum og sagði maðurinn, sem er 21 árs frá Osnabruck í norðvestur Þýskalandi, að hann hafi komið sér upp á þakið til að ná góðum myndum. Lögreglan staðfesti svo að lokum að maðurinn væri ekki grunaður um að hafa komið sér upp á þakið í pólitískum tilgangi og að hann hafi áður tekið myndir af merkilegum byggingum úr mikilli hæð í Herne árið 2022 og Ulm í maí á þessu ári. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Þýskaland og Danmörk áttust við á Westfalenstadion, heimavelli Dortmund, í 16-liða úrslitum Evrópumótsins síðastliðinn þriðjudag þar sem Þjóðverjar höfðu betur, 2-0. Gera þurfti hlé á leiknum á 35. mínútu vegna veðurs þar sem þrumur, eldingar, haglél og rigning settu strik í reikninginn. Snemma í síðari hálfleik sást svo maður uppi á þaki vallarins. Maðurinn var svartklæddur, með hulið andlit og bakpoka á bakinu. Lögregla sá manninn klukkan 22:11 að staðartíma og eftir að lögregluþjónar, drónar og þyrla höfðu fylgst með honum í dágóða stund var hann handtekinn af þýsku sérsveitinni klukkan 23:44. Schwarze Kleidung, das Gesicht vermummt und dazu noch ein schwarzer Rucksack. Der Osnabrücker (21), der beim EM-Spiel gegen Dänemark unter dem Stadiondach herumkletterte, hätte auch leicht für einen Terroristen gehalten werden können... – Ohne Abo lesbarhttps://t.co/hla0lnsQgy pic.twitter.com/oK9af1aLr3— Hasepost – Zeitung für Osnabrück (@hasepost) June 30, 2024 Maðurinn var færður í handjárn, en ekkert grunsamlegt fannst í bakpokanum. Hins vegar fannst myndavél í bakpokanum og sagði maðurinn, sem er 21 árs frá Osnabruck í norðvestur Þýskalandi, að hann hafi komið sér upp á þakið til að ná góðum myndum. Lögreglan staðfesti svo að lokum að maðurinn væri ekki grunaður um að hafa komið sér upp á þakið í pólitískum tilgangi og að hann hafi áður tekið myndir af merkilegum byggingum úr mikilli hæð í Herne árið 2022 og Ulm í maí á þessu ári.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira