Fórna sumarfríinu til að hjálpa fólki á hálendinu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 12:54 Hluti hópsins sem sinnir vaktinni fyrstu vikuna. Christina Fyrsta hálendisvakt sumarsins leggur af stað upp úr hádegi. Tólf björgunarsveitarmenn sjá um fyrstu vaktina og segir einn þeirra gleðina vera ein af aðalástæðunum fyrir því að fólk nýti sumarfríið sitt í að bjarga ferðamönnum. Hálendisvakt Landsbjargar er haldið úti hvert sumar og hafa þúsundir björgunarsveitarmanna sinnt henni síðustu ár. Vaktin er með aðsetur á Fjallabaki, Sprengisandi og svæðinu norðan Vatnajökuls. Sveinn Gauti Einarsson úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ er einn þeirra tólf sem leggja af stað nú um eittleytið. „Við erum annars vegar að bjarga þeim sem hafa komið sér í vanda og svo veita ferðafólki upplýsingar og forvarnir til að minnka líkurnar á því að fólk lendi í vandræðum,“ segir Sveinn Gauti. Sveinn Gauti Einarsson Góður hópur Hvert holl er í viku á hálendinu en algengustu útköllin eru þegar ferðamenn festa bíla í ám og þurfa aðstoð við að losa þá. Vaktin er strembin en vikan er þó ekki lengi að líða. „Þetta er í rauninni mjög gaman finnst mér. Við erum þarna með bækistöðvar í Landmannalaugum og keyrum um svæðið. Svo þurfum við að fara í útköll hingað og þangað. Yfirleitt góður hópur og mikið fjör,“ segir Sveinn Gauti. Hvað fær mann eins og þig til að fórna viku af þínu sumarfríi til að vera upp á fjöllum að bjarga fólki? „Það er góð spurning. Bara mér finnst þetta svo gaman, það er í rauninni bara það. Það er alveg gaman að bjarga fólki en svo erum við líka að gera allskonar annað. Rúnta um svæðið og vera á fjöllum.“ Krefjandi verkefni Það á það til að vera mikið að gera hjá hálendisvaktinni. „Það getur verið að það sé óskað eftir okkur á mörgum stöðum í einu, þetta geta verið erfið verkefni að leysa og þess háttar,“ segir Sveinn Gauti. En þið náið alltaf að leysa þetta á endanum? „Jájá, og ef það er of mikið, þá er bara kallað eftir næstu sveitum neðan af láglendi.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hálendisvakt Landsbjargar er haldið úti hvert sumar og hafa þúsundir björgunarsveitarmanna sinnt henni síðustu ár. Vaktin er með aðsetur á Fjallabaki, Sprengisandi og svæðinu norðan Vatnajökuls. Sveinn Gauti Einarsson úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ er einn þeirra tólf sem leggja af stað nú um eittleytið. „Við erum annars vegar að bjarga þeim sem hafa komið sér í vanda og svo veita ferðafólki upplýsingar og forvarnir til að minnka líkurnar á því að fólk lendi í vandræðum,“ segir Sveinn Gauti. Sveinn Gauti Einarsson Góður hópur Hvert holl er í viku á hálendinu en algengustu útköllin eru þegar ferðamenn festa bíla í ám og þurfa aðstoð við að losa þá. Vaktin er strembin en vikan er þó ekki lengi að líða. „Þetta er í rauninni mjög gaman finnst mér. Við erum þarna með bækistöðvar í Landmannalaugum og keyrum um svæðið. Svo þurfum við að fara í útköll hingað og þangað. Yfirleitt góður hópur og mikið fjör,“ segir Sveinn Gauti. Hvað fær mann eins og þig til að fórna viku af þínu sumarfríi til að vera upp á fjöllum að bjarga fólki? „Það er góð spurning. Bara mér finnst þetta svo gaman, það er í rauninni bara það. Það er alveg gaman að bjarga fólki en svo erum við líka að gera allskonar annað. Rúnta um svæðið og vera á fjöllum.“ Krefjandi verkefni Það á það til að vera mikið að gera hjá hálendisvaktinni. „Það getur verið að það sé óskað eftir okkur á mörgum stöðum í einu, þetta geta verið erfið verkefni að leysa og þess háttar,“ segir Sveinn Gauti. En þið náið alltaf að leysa þetta á endanum? „Jájá, og ef það er of mikið, þá er bara kallað eftir næstu sveitum neðan af láglendi.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira