„Mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. júní 2024 19:30 Luciano Spalletti var svekktur eftir tapið fyrir Sviss. getty/James Baylis Luciano Spalletti axlaði ábyrgð á 2-0 tapi Ítalíu gegn Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins og sagði upplegg sitt ekki hafa gert leikmönnum kleift að sýna sínar bestu hliðar, niðurstaðan væri þó ekki eins mikill skandall og fólki finnst. Spalletti tók við Evrópumeisturunum í ágúst 2023 og kom þeim á EM eftir að Ítalir misstu af HM í Katar 2022 undir stjórn Roberto Mancini. Í leiknum gegn Sviss í dag var Ítalía mun lakari aðilinn og tapaði verðskuldað með tveimur mörkum. „Það er satt að markið sem við fengum á okkur í upphafi seinni hálfleiks sló okkur út af laginu og lækkaði sjálfstraustið,“ sagði Spalletti í viðtali við RAI Sport. Það kom nokkuð á óvart þegar byrjunarliðið birtist og Spalletti hafði gert sex breytingar frá síðasta leik. Hann sagðist hafa vonast til þess að breytingar myndu skerpa á leikmönnum en svo reyndist ekki. Enginn skandall og vonar að hann verði áfram Hvort Spalletti haldi áfram þjálfun landsliðsins er óvíst að svo stöddu en ljóst er að um mikil vonbrigði er að ræða fyrir ríkjandi Evrópumeistarana sem voru langt frá sínu besta á mótinu. Í samtali við Gazzetta dello Sport sagði Spalletti: „Það er ljóst að eitthvað þarf að breytast, en mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um. Ég ber ábyrgð á tapinu í dag og gegn Spáni, uppleggið leyfði liðinu ekki að sýna sínar bestu hliðar, en ég get ekki tekið undir það að við höfum spilað hræðilegan leik í dag eða gegn Króatíu [Ítalía jafnaði 1-1 í uppbótartíma].“ Inntur eftir svörum um framtíð sína svaraði þjálfarinn svo: „Gravina? [formaður ítalska knattspyrnusambandsins], hann hefur alltaf komið fram við mig af mikilli fagmennsku þannig að ég bíð bara eftir því að heyra frá honum.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Spalletti tók við Evrópumeisturunum í ágúst 2023 og kom þeim á EM eftir að Ítalir misstu af HM í Katar 2022 undir stjórn Roberto Mancini. Í leiknum gegn Sviss í dag var Ítalía mun lakari aðilinn og tapaði verðskuldað með tveimur mörkum. „Það er satt að markið sem við fengum á okkur í upphafi seinni hálfleiks sló okkur út af laginu og lækkaði sjálfstraustið,“ sagði Spalletti í viðtali við RAI Sport. Það kom nokkuð á óvart þegar byrjunarliðið birtist og Spalletti hafði gert sex breytingar frá síðasta leik. Hann sagðist hafa vonast til þess að breytingar myndu skerpa á leikmönnum en svo reyndist ekki. Enginn skandall og vonar að hann verði áfram Hvort Spalletti haldi áfram þjálfun landsliðsins er óvíst að svo stöddu en ljóst er að um mikil vonbrigði er að ræða fyrir ríkjandi Evrópumeistarana sem voru langt frá sínu besta á mótinu. Í samtali við Gazzetta dello Sport sagði Spalletti: „Það er ljóst að eitthvað þarf að breytast, en mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um. Ég ber ábyrgð á tapinu í dag og gegn Spáni, uppleggið leyfði liðinu ekki að sýna sínar bestu hliðar, en ég get ekki tekið undir það að við höfum spilað hræðilegan leik í dag eða gegn Króatíu [Ítalía jafnaði 1-1 í uppbótartíma].“ Inntur eftir svörum um framtíð sína svaraði þjálfarinn svo: „Gravina? [formaður ítalska knattspyrnusambandsins], hann hefur alltaf komið fram við mig af mikilli fagmennsku þannig að ég bíð bara eftir því að heyra frá honum.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira