Rooney útskýrir af hverju hann hefur áhyggjur af Bellingham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2024 13:02 Wayne Rooney vonar að Jude Bellingham láti slælega frammistöðu enska landsliðsins ekki fara of mikið í taugarnar á sér. getty/Alex Grimm Ýmsir hafa haft áhyggjur af frammistöðu Judes Bellingham á Evrópumótinu í Þýskalandi. Meðal þeirra er Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins. Bellingham spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum í fyrsta leik Englands gegn Serbíu og skoraði sigurmark liðsins. Síðan hefur hann ekki náð sér á strik og virkað pirraður, eitthvað sem Rooney tók eftir í markalausa jafnteflinu gegn Slóveníu. „Þrisvar eða fjórum sinnum í fyrri hálfleiknum gat hann ekki leynt óánægju sinni. Hann horfði í kringum sig og fórnaði höndum. Svoleiðis líkamstjáning sendir skilaboð til stuðningsmanna, liðsfélaga og þjálfarans,“ skrifaði Rooney í pistli í The Times. „Ég vona bara að hann missi ekki stjórn á sér svo hann geri ekki eitthvað heimskulegt, fái rautt spjald eða meiðist. Gegn Slóveníu virtist hann nálægt því. Einu sinni hljóp hann í gegnum vörnina en sendingin var of föst og hann renndi sér á hnjánum og klessti næstum því á auglýsingaskilti. Pirringur. Þú getur meitt þig á einhverjum svona kjánaskap.“ Rooney benti þó á að það mætti ekki gleymast að Bellingham er aðeins 21 árs. Þrátt fyrir það er hann á sínu þriðju stórmóti með enska landsliðinu. England mætir Slóvakíu í sextán liða úrslitum í Gelsenkirchen á morgun. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Bellingham spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum í fyrsta leik Englands gegn Serbíu og skoraði sigurmark liðsins. Síðan hefur hann ekki náð sér á strik og virkað pirraður, eitthvað sem Rooney tók eftir í markalausa jafnteflinu gegn Slóveníu. „Þrisvar eða fjórum sinnum í fyrri hálfleiknum gat hann ekki leynt óánægju sinni. Hann horfði í kringum sig og fórnaði höndum. Svoleiðis líkamstjáning sendir skilaboð til stuðningsmanna, liðsfélaga og þjálfarans,“ skrifaði Rooney í pistli í The Times. „Ég vona bara að hann missi ekki stjórn á sér svo hann geri ekki eitthvað heimskulegt, fái rautt spjald eða meiðist. Gegn Slóveníu virtist hann nálægt því. Einu sinni hljóp hann í gegnum vörnina en sendingin var of föst og hann renndi sér á hnjánum og klessti næstum því á auglýsingaskilti. Pirringur. Þú getur meitt þig á einhverjum svona kjánaskap.“ Rooney benti þó á að það mætti ekki gleymast að Bellingham er aðeins 21 árs. Þrátt fyrir það er hann á sínu þriðju stórmóti með enska landsliðinu. England mætir Slóvakíu í sextán liða úrslitum í Gelsenkirchen á morgun.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31