Rooney útskýrir af hverju hann hefur áhyggjur af Bellingham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2024 13:02 Wayne Rooney vonar að Jude Bellingham láti slælega frammistöðu enska landsliðsins ekki fara of mikið í taugarnar á sér. getty/Alex Grimm Ýmsir hafa haft áhyggjur af frammistöðu Judes Bellingham á Evrópumótinu í Þýskalandi. Meðal þeirra er Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins. Bellingham spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum í fyrsta leik Englands gegn Serbíu og skoraði sigurmark liðsins. Síðan hefur hann ekki náð sér á strik og virkað pirraður, eitthvað sem Rooney tók eftir í markalausa jafnteflinu gegn Slóveníu. „Þrisvar eða fjórum sinnum í fyrri hálfleiknum gat hann ekki leynt óánægju sinni. Hann horfði í kringum sig og fórnaði höndum. Svoleiðis líkamstjáning sendir skilaboð til stuðningsmanna, liðsfélaga og þjálfarans,“ skrifaði Rooney í pistli í The Times. „Ég vona bara að hann missi ekki stjórn á sér svo hann geri ekki eitthvað heimskulegt, fái rautt spjald eða meiðist. Gegn Slóveníu virtist hann nálægt því. Einu sinni hljóp hann í gegnum vörnina en sendingin var of föst og hann renndi sér á hnjánum og klessti næstum því á auglýsingaskilti. Pirringur. Þú getur meitt þig á einhverjum svona kjánaskap.“ Rooney benti þó á að það mætti ekki gleymast að Bellingham er aðeins 21 árs. Þrátt fyrir það er hann á sínu þriðju stórmóti með enska landsliðinu. England mætir Slóvakíu í sextán liða úrslitum í Gelsenkirchen á morgun. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Bellingham spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum í fyrsta leik Englands gegn Serbíu og skoraði sigurmark liðsins. Síðan hefur hann ekki náð sér á strik og virkað pirraður, eitthvað sem Rooney tók eftir í markalausa jafnteflinu gegn Slóveníu. „Þrisvar eða fjórum sinnum í fyrri hálfleiknum gat hann ekki leynt óánægju sinni. Hann horfði í kringum sig og fórnaði höndum. Svoleiðis líkamstjáning sendir skilaboð til stuðningsmanna, liðsfélaga og þjálfarans,“ skrifaði Rooney í pistli í The Times. „Ég vona bara að hann missi ekki stjórn á sér svo hann geri ekki eitthvað heimskulegt, fái rautt spjald eða meiðist. Gegn Slóveníu virtist hann nálægt því. Einu sinni hljóp hann í gegnum vörnina en sendingin var of föst og hann renndi sér á hnjánum og klessti næstum því á auglýsingaskilti. Pirringur. Þú getur meitt þig á einhverjum svona kjánaskap.“ Rooney benti þó á að það mætti ekki gleymast að Bellingham er aðeins 21 árs. Þrátt fyrir það er hann á sínu þriðju stórmóti með enska landsliðinu. England mætir Slóvakíu í sextán liða úrslitum í Gelsenkirchen á morgun.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. 29. júní 2024 11:31