Elísabet var meðal þeirra sem var orðuð við þjálfarastarfið hjá Villa sem endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Hollendingurinn Robert de Pauw hefur verið ráðinn þjálfari Villa. Undanfarin tvö ár hefur hann stýrt Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Þar þjálfaði hann meðal annars Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.
Samkvæmt BBC var Elísabet einnig á blaði hjá Chelsea eftir að Emma Hayes hætti hjá félaginu eftir tólf ára starf. Chelsea réði á endanum Soniu Bompastor sem stýrði áður Lyon.
Elísabet hætti með Kristianstad eftir síðasta tímabil. Hún þjálfaði liðið í fimmtán ár og kom því meðal annars í Meistaradeild Evrópu.