Ferðamenn lentu í vandræðum á bíl keyrðum 250 þúsund kílómetra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 14:21 Ástandið á dekkjunum er í lakara lagi eins og sjá má á myndinni. Vísir/Samsett Kanadísk hjón á ferð um landið lentu í hættu við akstur í rigningu á Vestfjörðum þegar bílaleigubíll sem þau höfðu leigt flaut upp og lét ekki að stjórn. Eyþór Eðvarðsson var staddur á sama hóteli og þau og heyrði þau útundan sér ræða bílavandræði sín. Í ljós kom að dekkin á bílnum voru handónýt og auk þess hafði bíllinn verið ekinn tæplega 250 þúsund kílómetra. Eyþór Eðvarðsson segir í samtali við fréttastofu að bílaleigan hefði snarlega sent þau á næsta bílaverkstæði þegar málið kom á þeirra borð og ný sett voru sett undir bílinn. „Þannig í raun og veru hlaut málið farsælan endi,“ segir Eyþór. Bíllinn óhjólastilltur En farir hjónanna kanadísku eru þó svo sannarlega ekki sléttar. Þegar dekk eru jafnskemmd og mynd af einu dekki bílsins ber vitni um er hætt á því að bíllinn fljóti upp í bleytu eða krapa, eins og það er kallað. Það gerist þegar vatnslag byggist upp á milli dekkja og vegyfirborðs sem dregur verulega á veggripi og gerir bílinn torstýrðari. Það getur verið stórhættulegt í mikilli úrkomu. Eyþór fór með hjónunum kanadísku á verkstæðið og þar tók á móti þeim vélavirki sem Eyþór lýsir sem „töfralækni.“ „Hann var ansi góður þarna á versktæðinu. Við hringdum í einn sem var bent á þarna í hverfinu. Þá kom hann, maður vel kominn á aldur. Hann sagði ekki neitt, fór svona niður á hnén og þuklaði á dekkinu öðrum megin. Stingur svona hendinni inn og segir lágum rómi: Hann er svo gjörsamlega óhjólastilltur þessi bíll,“ segir Eyþór. Lítill japanskur bíll á 250. þúsundasta kílómetranum Eyþór segir að bílaleigan sem um ræðir hafi brugðist vel við með því að senda þau á verkstæðið og að þau ættu hrós skilið. En að hann eigi erfitt með að skilja hvers vegna bílaleigur skuli leigja út bíla sem hafa verið keyrðir jafnmikið og þeirra hjóna. „Það sem mér fannst verst í þessu voru eiginlega ekki dekkin heldur að leigja út bíl keyrðan 250 þúsund kílómetra sem er bara lítill japanskur. Ég átta mig ekki á því,“ segir Eyþór. Ferðamennska á Íslandi Bílar Bílaleigur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Eyþór Eðvarðsson segir í samtali við fréttastofu að bílaleigan hefði snarlega sent þau á næsta bílaverkstæði þegar málið kom á þeirra borð og ný sett voru sett undir bílinn. „Þannig í raun og veru hlaut málið farsælan endi,“ segir Eyþór. Bíllinn óhjólastilltur En farir hjónanna kanadísku eru þó svo sannarlega ekki sléttar. Þegar dekk eru jafnskemmd og mynd af einu dekki bílsins ber vitni um er hætt á því að bíllinn fljóti upp í bleytu eða krapa, eins og það er kallað. Það gerist þegar vatnslag byggist upp á milli dekkja og vegyfirborðs sem dregur verulega á veggripi og gerir bílinn torstýrðari. Það getur verið stórhættulegt í mikilli úrkomu. Eyþór fór með hjónunum kanadísku á verkstæðið og þar tók á móti þeim vélavirki sem Eyþór lýsir sem „töfralækni.“ „Hann var ansi góður þarna á versktæðinu. Við hringdum í einn sem var bent á þarna í hverfinu. Þá kom hann, maður vel kominn á aldur. Hann sagði ekki neitt, fór svona niður á hnén og þuklaði á dekkinu öðrum megin. Stingur svona hendinni inn og segir lágum rómi: Hann er svo gjörsamlega óhjólastilltur þessi bíll,“ segir Eyþór. Lítill japanskur bíll á 250. þúsundasta kílómetranum Eyþór segir að bílaleigan sem um ræðir hafi brugðist vel við með því að senda þau á verkstæðið og að þau ættu hrós skilið. En að hann eigi erfitt með að skilja hvers vegna bílaleigur skuli leigja út bíla sem hafa verið keyrðir jafnmikið og þeirra hjóna. „Það sem mér fannst verst í þessu voru eiginlega ekki dekkin heldur að leigja út bíl keyrðan 250 þúsund kílómetra sem er bara lítill japanskur. Ég átta mig ekki á því,“ segir Eyþór.
Ferðamennska á Íslandi Bílar Bílaleigur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira