Heimta aukafund og „myndarlega“ vaxtalækkun Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 10:11 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi sem fyrst og lækki stýrivexti „myndarlega“. Næsti fundur nefndarinnar verður að óbreyttu í ágúst, þegar stýrivextir munu hafa verið þeir sömu í ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Þar segir að ársverðbólga sé nú 5,8 prósent og hafi ekki mælst lægri í tvö og hálft ár eða frá ársbyrjun 2022. Þá hafi meginvextir Seðlabanka Íslands verið tvö prósent en hafi síðan hækkað í 9,25 prósent, þar sem þeir hafi nú staðið í tíu mánuði, sem verði að óbreyttu orðnir tólf þegar næsta vaxtaákvörðun er á dagskrá 21. ágúst, þrátt fyrir að verðbólgan hafi minnkað um 43 prósent frá því að hún náði hámarki í febrúar 2023. Stefnan vinni gegn markmiðum sínum „Seðlabankinn er fyrir löngu komin á algjörar villigötur með hávaxtastefnu sinni sem ekki stenst nokkra skoðun auk þess að valda heimilum og fyrirtækjum landsins stórfelldum skaða, sem þau verða lengi að jafna sig á,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðisverð hafi verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar og eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess sé að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hafi samt dregið úr nýbyggingum og vaxtastefnan þannig beinlínis farin að vinna gegn tilgangi sínum. Afþakka „aumingjalega“ lækkun Í tilkynningunni segir að „aumingjaleg“ stýrivaxtalækkun upp á brot úr prósentustigi væri ekki nóg. Lækka þurfi vexti „myndarlega“ strax til að koma í veg fyrir að illa fari, því það taki langan tíma fyrir áhrif vaxtaákvarðana að koma fram, hvort sem þær eru til hækkunar eða lækkunar. „Með vaxtastefnu sinni er Seðlabankinn að kæfa heimili og fyrirtæki landsins og það er kominn tími til að þau fái að ná andanum aftur. Þau hafa borið nægar byrðar og bankarnir grætt nóg. Hingað og ekki lengra.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Þar segir að ársverðbólga sé nú 5,8 prósent og hafi ekki mælst lægri í tvö og hálft ár eða frá ársbyrjun 2022. Þá hafi meginvextir Seðlabanka Íslands verið tvö prósent en hafi síðan hækkað í 9,25 prósent, þar sem þeir hafi nú staðið í tíu mánuði, sem verði að óbreyttu orðnir tólf þegar næsta vaxtaákvörðun er á dagskrá 21. ágúst, þrátt fyrir að verðbólgan hafi minnkað um 43 prósent frá því að hún náði hámarki í febrúar 2023. Stefnan vinni gegn markmiðum sínum „Seðlabankinn er fyrir löngu komin á algjörar villigötur með hávaxtastefnu sinni sem ekki stenst nokkra skoðun auk þess að valda heimilum og fyrirtækjum landsins stórfelldum skaða, sem þau verða lengi að jafna sig á,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðisverð hafi verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar og eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess sé að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hafi samt dregið úr nýbyggingum og vaxtastefnan þannig beinlínis farin að vinna gegn tilgangi sínum. Afþakka „aumingjalega“ lækkun Í tilkynningunni segir að „aumingjaleg“ stýrivaxtalækkun upp á brot úr prósentustigi væri ekki nóg. Lækka þurfi vexti „myndarlega“ strax til að koma í veg fyrir að illa fari, því það taki langan tíma fyrir áhrif vaxtaákvarðana að koma fram, hvort sem þær eru til hækkunar eða lækkunar. „Með vaxtastefnu sinni er Seðlabankinn að kæfa heimili og fyrirtæki landsins og það er kominn tími til að þau fái að ná andanum aftur. Þau hafa borið nægar byrðar og bankarnir grætt nóg. Hingað og ekki lengra.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira