Heimta aukafund og „myndarlega“ vaxtalækkun Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 10:11 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Hagsmunasamtök heimilanna fara fram á að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi sem fyrst og lækki stýrivexti „myndarlega“. Næsti fundur nefndarinnar verður að óbreyttu í ágúst, þegar stýrivextir munu hafa verið þeir sömu í ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Þar segir að ársverðbólga sé nú 5,8 prósent og hafi ekki mælst lægri í tvö og hálft ár eða frá ársbyrjun 2022. Þá hafi meginvextir Seðlabanka Íslands verið tvö prósent en hafi síðan hækkað í 9,25 prósent, þar sem þeir hafi nú staðið í tíu mánuði, sem verði að óbreyttu orðnir tólf þegar næsta vaxtaákvörðun er á dagskrá 21. ágúst, þrátt fyrir að verðbólgan hafi minnkað um 43 prósent frá því að hún náði hámarki í febrúar 2023. Stefnan vinni gegn markmiðum sínum „Seðlabankinn er fyrir löngu komin á algjörar villigötur með hávaxtastefnu sinni sem ekki stenst nokkra skoðun auk þess að valda heimilum og fyrirtækjum landsins stórfelldum skaða, sem þau verða lengi að jafna sig á,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðisverð hafi verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar og eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess sé að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hafi samt dregið úr nýbyggingum og vaxtastefnan þannig beinlínis farin að vinna gegn tilgangi sínum. Afþakka „aumingjalega“ lækkun Í tilkynningunni segir að „aumingjaleg“ stýrivaxtalækkun upp á brot úr prósentustigi væri ekki nóg. Lækka þurfi vexti „myndarlega“ strax til að koma í veg fyrir að illa fari, því það taki langan tíma fyrir áhrif vaxtaákvarðana að koma fram, hvort sem þær eru til hækkunar eða lækkunar. „Með vaxtastefnu sinni er Seðlabankinn að kæfa heimili og fyrirtæki landsins og það er kominn tími til að þau fái að ná andanum aftur. Þau hafa borið nægar byrðar og bankarnir grætt nóg. Hingað og ekki lengra.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samtökunum. Þar segir að ársverðbólga sé nú 5,8 prósent og hafi ekki mælst lægri í tvö og hálft ár eða frá ársbyrjun 2022. Þá hafi meginvextir Seðlabanka Íslands verið tvö prósent en hafi síðan hækkað í 9,25 prósent, þar sem þeir hafi nú staðið í tíu mánuði, sem verði að óbreyttu orðnir tólf þegar næsta vaxtaákvörðun er á dagskrá 21. ágúst, þrátt fyrir að verðbólgan hafi minnkað um 43 prósent frá því að hún náði hámarki í febrúar 2023. Stefnan vinni gegn markmiðum sínum „Seðlabankinn er fyrir löngu komin á algjörar villigötur með hávaxtastefnu sinni sem ekki stenst nokkra skoðun auk þess að valda heimilum og fyrirtækjum landsins stórfelldum skaða, sem þau verða lengi að jafna sig á,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðisverð hafi verið stærsti drifkraftur verðbólgunnar og eina leiðin til að halda aftur af hækkun þess sé að auka framboð húsnæðis. Vegna íþyngjandi fjármagnskostnaðar hafi samt dregið úr nýbyggingum og vaxtastefnan þannig beinlínis farin að vinna gegn tilgangi sínum. Afþakka „aumingjalega“ lækkun Í tilkynningunni segir að „aumingjaleg“ stýrivaxtalækkun upp á brot úr prósentustigi væri ekki nóg. Lækka þurfi vexti „myndarlega“ strax til að koma í veg fyrir að illa fari, því það taki langan tíma fyrir áhrif vaxtaákvarðana að koma fram, hvort sem þær eru til hækkunar eða lækkunar. „Með vaxtastefnu sinni er Seðlabankinn að kæfa heimili og fyrirtæki landsins og það er kominn tími til að þau fái að ná andanum aftur. Þau hafa borið nægar byrðar og bankarnir grætt nóg. Hingað og ekki lengra.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira