Útlán til fyrirtækja tóku sextíu milljarða stökk og hafa aldrei mælst meiri
Ágætis þróttur er í nýjum útlánum bankakerfisins til atvinnufyrirtækja þrátt fyrir þröng lánþegaskilyrði en í maí námu þau meira en sextíu milljörðum og hafa aldrei mælst meiri í einum mánuði. Vöxturinn er sem fyrr drifinn áfram af ásókn fyrirtækja í verðtryggð lán á tímum hárra vaxta auk þess sem mikil aukning er í lánum í erlendum gjaldmiðlum.
Tengdar fréttir
Hægir enn á hagvexti og auknar líkur á að núverandi raunvaxtastig sé „hæfilegt“
Horfur eru á að hagvöxtur verði umtalsvert minni í ár en Seðlabankinn gerði áður ráð fyrir samhliða því að hægt hefur nokkuð á vexti innlendrar eftirspurnar. Peningastefnunefnd hefur ákveðið halda vöxtum bankans óbreyttum fimmta fundinn í röð, sem er í samræmi við spár allra greinenda og markaðsaðila, og telur núna meiri líkur en áður að aðhaldsstigið dugi til að ná verðbólgunni niður í markmið.
Fyrirtækin bregðast við háum vöxtum og færa sig yfir í verðtryggð lán
Þrátt fyrir hækkandi vaxtastig er áfram nokkur þróttur í nýjum útlánum til fyrirtækja en þau er núna nánast alfarið drifin áfram af sókn þeirra í verðtryggð lán. Frá því um mitt árið í fyrra er hlutfall verðtryggðra útlána meira en áttatíu prósent af öllum nýjum lánum bankanna til atvinnulífsins.