Sjáðu mörkin sem tryggðu Tyrki og komu Georgíu áfram á sínu fyrsta stórmóti Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júní 2024 22:07 Georges Mikautadze gulltryggði Georgíu sigur gegn Portúgal af vítapunktinum. Marvin Ibo Guengoer - GES Sportfoto/Getty Images Riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta lauk í kvöld. Liðin í E-riðli skildu jöfn, Georgía vann óvænt gegn Portúgal og Tyrkland fór áfram úr F-riðli eftir uppbótartímamark gegn Tékklandi. E-riðill Rúmenía-Slóvakía 1-1 Slóvakía komst yfir á 25. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Juraj Kucka sem rataði til Ondrej Duda og hann skallaði boltann í markið. Forystan hélst ekki lengi því rétt rúmum tíu mínútum síðar gaf Slóvakía frá sér vítaspyrnu. Brotið var rétt á mörkum þess að vera víti en línan er hluti af teignum og ákvörðun dómara stóð því eftir myndbandsskoðun. Razvan Marin steig á punktinn og jafnaði með þrumuskoti í efra vinstra hornið, algjörlega óverjandi vítaspyrna og hálfleikstölur 1-1. Svona fóru 🇷🇴Rúmenar að því að vinna E-riðil, 1-1 gegn 🇸🇰Slóvakíu og öll liðin enda jöfn að stigum en Rúmenar með bestu markatöluna⚽️ Þrjú efstu fara áfram í 16-liða úrslit.1⃣Rúmenía✅2⃣Belgía✅3⃣Slóvakía✅4⃣Úkraína❌ pic.twitter.com/q69Y0PZa9X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Hinn leikur riðilsins, Belgía-Úkraína, endaði 0-0. Öll liðin enduðu með 4 stig en Úkraína en á heimleið vegna þess að þeir voru með verstu markatölu riðilsins. F-riðill Georgía-Portúgal 2-0 Strax á 2. mínútu missti Portúgal boltann á miðsvæðinu og Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir eftir stungusendingu Georges Mikautadze. „Kvaradona“ opnaði vinkilinn og kláraði færið vel, niður í fjærhornið. Það gerðist svo á 57. mínútu þegar Portúgalinn Antonio Silva braut af sér í eigin vítateig og gaf Georgíu víti. Georges Mikautadze steig á punktinn og skoraði þrátt fyrir að markmaðurinn hefði farið í rétt horn. Sögulegt hjá Georgíu✍️🇬🇪 Svona fór Georgía að því að vinna Portúgal 2-0 og komast í 16-liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti ⚽️ pic.twitter.com/nXP67UKYpK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Tyrkland-Tékkland 1-1 Tyrkir tóku forystuna á 51. mínútu eftir að hafa legið í stórsókn. Nokkur skot þurfti til en á endanum var það Hakan Çalhanoğlu sem smellhitti boltann með ristinni og hann söng í netinu. Tékkland jafnaði fimmtán mínútum síðar. Robin Hranac gaf boltann fyrir, markmaður Tyrkja hoppaði upp og virtist hafa hann en svo var ekki. Tomas Soucek var graðastur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Tyrkir heimtuðu brot fyrir markmanninn en markið fékk að standa eftir myndbandsskoðun. Tyrkland skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Varamaðurinn Cenk Tosun kláraði færi sem Orkan Kökcu lagði upp. Tékkar eru úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu manni færri en 🇹🇷Tyrkir tóku annað sætið og fara áfram⚽️Hér eru mörkin í 2-1 sigri Tyrkja. pic.twitter.com/SlsSozyUEs— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Fleiri fréttir Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Sjá meira
E-riðill Rúmenía-Slóvakía 1-1 Slóvakía komst yfir á 25. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Juraj Kucka sem rataði til Ondrej Duda og hann skallaði boltann í markið. Forystan hélst ekki lengi því rétt rúmum tíu mínútum síðar gaf Slóvakía frá sér vítaspyrnu. Brotið var rétt á mörkum þess að vera víti en línan er hluti af teignum og ákvörðun dómara stóð því eftir myndbandsskoðun. Razvan Marin steig á punktinn og jafnaði með þrumuskoti í efra vinstra hornið, algjörlega óverjandi vítaspyrna og hálfleikstölur 1-1. Svona fóru 🇷🇴Rúmenar að því að vinna E-riðil, 1-1 gegn 🇸🇰Slóvakíu og öll liðin enda jöfn að stigum en Rúmenar með bestu markatöluna⚽️ Þrjú efstu fara áfram í 16-liða úrslit.1⃣Rúmenía✅2⃣Belgía✅3⃣Slóvakía✅4⃣Úkraína❌ pic.twitter.com/q69Y0PZa9X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Hinn leikur riðilsins, Belgía-Úkraína, endaði 0-0. Öll liðin enduðu með 4 stig en Úkraína en á heimleið vegna þess að þeir voru með verstu markatölu riðilsins. F-riðill Georgía-Portúgal 2-0 Strax á 2. mínútu missti Portúgal boltann á miðsvæðinu og Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir eftir stungusendingu Georges Mikautadze. „Kvaradona“ opnaði vinkilinn og kláraði færið vel, niður í fjærhornið. Það gerðist svo á 57. mínútu þegar Portúgalinn Antonio Silva braut af sér í eigin vítateig og gaf Georgíu víti. Georges Mikautadze steig á punktinn og skoraði þrátt fyrir að markmaðurinn hefði farið í rétt horn. Sögulegt hjá Georgíu✍️🇬🇪 Svona fór Georgía að því að vinna Portúgal 2-0 og komast í 16-liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti ⚽️ pic.twitter.com/nXP67UKYpK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024 Tyrkland-Tékkland 1-1 Tyrkir tóku forystuna á 51. mínútu eftir að hafa legið í stórsókn. Nokkur skot þurfti til en á endanum var það Hakan Çalhanoğlu sem smellhitti boltann með ristinni og hann söng í netinu. Tékkland jafnaði fimmtán mínútum síðar. Robin Hranac gaf boltann fyrir, markmaður Tyrkja hoppaði upp og virtist hafa hann en svo var ekki. Tomas Soucek var graðastur í frákastið og kom boltanum yfir línuna. Tyrkir heimtuðu brot fyrir markmanninn en markið fékk að standa eftir myndbandsskoðun. Tyrkland skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma. Varamaðurinn Cenk Tosun kláraði færi sem Orkan Kökcu lagði upp. Tékkar eru úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu manni færri en 🇹🇷Tyrkir tóku annað sætið og fara áfram⚽️Hér eru mörkin í 2-1 sigri Tyrkja. pic.twitter.com/SlsSozyUEs— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 26, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Fleiri fréttir Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Sjá meira