Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Siggeir Ævarsson skrifar 24. júní 2024 22:30 Gianluigi Donnarumma ver vítið frá Modric en það dugði skammt. vísir/Getty Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. Albanir áttu tölfræðilegan möguleika á að komast áfram en þurftu að leggja Spánverja af velli til þess. Spánverjar höfðu ekki fengið á sig mark á mótinu og héldu uppteknum hætti í kvöld en eina mark leiksins skoraði Ferran Torres á 13. mínútu. Fullt hús stiga niðurstaðan hjá Spáni. Spánverjar unnu Albani 1-0 og enda með fullt hús stiga - og það án þess að fá á sig mark. Ferran Torres setti boltann í stöngina og inn eftir þræðingar Laporte og Olmo 🇪🇸 pic.twitter.com/qWLUo7No5c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024 Í hinum leik kvöldsins mættust Ítalía og Króatía. Jafntefli dugði Ítölum til að komast áfram og var engu líkara en þeir hefðu sætt sig við að spila upp á 0-0 jafntefli. Eitt stig var aftur á móti ekki nóg fyrir Króata sem fengu víti á 54. mínútu. Luca Modric fór á punktinn en brást bogalistinn. Donnarumma gerði vel til að verja en það reyndist skammgóður vermir .ví Modric skoraði strax þegar næsta fyrirgjöf kom inn í teiginn og varð þar með elsti leikmaðurinn í sögu EM til að skora mark. Ítalir tryggðu sér annað sætið með jafnteflinu og eru komnir áfram. Króatar eiga enn tölfræðilegan möguleika á að komast áfram úr 3. sætinu en það verður að teljast ólíklegt að tvö stig dugi þeim til þess. Það var boðið upp á dramatík í leik Króata og Ítala. Modric skráði sig í sögubækur EM er hann varð elsti markaskorari í sögu mótsins, 38 ára og 289 daga gamall.Zaccagni tryggði Ítalíu í 16 liða úrslit með stórglæsilegu skoti en það reyndist síðasta spyrna leiksins 🇮🇹 pic.twitter.com/mYhN2zcNJ8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Albanir áttu tölfræðilegan möguleika á að komast áfram en þurftu að leggja Spánverja af velli til þess. Spánverjar höfðu ekki fengið á sig mark á mótinu og héldu uppteknum hætti í kvöld en eina mark leiksins skoraði Ferran Torres á 13. mínútu. Fullt hús stiga niðurstaðan hjá Spáni. Spánverjar unnu Albani 1-0 og enda með fullt hús stiga - og það án þess að fá á sig mark. Ferran Torres setti boltann í stöngina og inn eftir þræðingar Laporte og Olmo 🇪🇸 pic.twitter.com/qWLUo7No5c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024 Í hinum leik kvöldsins mættust Ítalía og Króatía. Jafntefli dugði Ítölum til að komast áfram og var engu líkara en þeir hefðu sætt sig við að spila upp á 0-0 jafntefli. Eitt stig var aftur á móti ekki nóg fyrir Króata sem fengu víti á 54. mínútu. Luca Modric fór á punktinn en brást bogalistinn. Donnarumma gerði vel til að verja en það reyndist skammgóður vermir .ví Modric skoraði strax þegar næsta fyrirgjöf kom inn í teiginn og varð þar með elsti leikmaðurinn í sögu EM til að skora mark. Ítalir tryggðu sér annað sætið með jafnteflinu og eru komnir áfram. Króatar eiga enn tölfræðilegan möguleika á að komast áfram úr 3. sætinu en það verður að teljast ólíklegt að tvö stig dugi þeim til þess. Það var boðið upp á dramatík í leik Króata og Ítala. Modric skráði sig í sögubækur EM er hann varð elsti markaskorari í sögu mótsins, 38 ára og 289 daga gamall.Zaccagni tryggði Ítalíu í 16 liða úrslit með stórglæsilegu skoti en það reyndist síðasta spyrna leiksins 🇮🇹 pic.twitter.com/mYhN2zcNJ8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 24, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira