Handbolti

„Fólk sem vissi ekkert hvað það var að tala um“

Aron Guðmundsson skrifar
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga sambandsins hafa verið hálf broslega og skakka. 
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga sambandsins hafa verið hálf broslega og skakka.  Vísir/Samsett mynd

For­­­maður HSÍ Guð­­­mundur B. Ólafs­­­son, segir um­­­ræðuna, sem spratt upp í kringum sam­­­starfs­­­samninga sam­bandsins við fyrir­­­­­tækin um­­­deildu, Arnar­­lax og Ra­pyd, hálf bros­­­lega og skakka. Fyrir­­­­­tækin séu stoltir sam­­­starfs­­­aðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á sam­fé­lags­miðlum um sam­starfið „vissi náttúru­­lega bara ekkert hvað það var að tala um.“

Nú fyrir helgi sögðum við frá erfiðri rekstrar­stöðu HSÍ sem skilaði átta­tíu og fimm milljóna króna tapi á síðasta ári, sér eigið fé sitt upp­urið og í raun nei­kvætt um tugi milljóna.

Guð­mundur, formaður HSÍ, var til við­tals og tók þar undir að staða sam­bandsins væri graf­alvar­leg og sagði hann að tapið að miklu leiti skýrast af góðum árangri lands­liða Ís­lands í hand­bolta. Betri árangri sem fylgi ekki meira fé frá ríki og af­reks­sjóði ÍSÍ.

Tekjur HSÍ standa nánast í stað milli ára. Er erfitt fyrir ykkur að auka tekjurnar?

„Það er í sjálfu sér ekki mikið að selja,“ svarar Guðmundur. „Og það bros­lega í þessu er svo það að á síðasta ári vorum við að liggja undir á­mælum á sam­fé­lags­miðlum vegna sam­starfs­aðila okkar sem vildu styðja við bakið á okkur. Þá áttum við, sam­kvæmt ein­hverjum, að vera hand­velja fyrir­tækin sem við eigum í sam­starfi við. Við sátum á­mæli undir því og það er hálf bros­legt í ljósi stöðunnar.“

Vísar Guð­mundur þar í um­ræðuna sem spratt upp í tengslum við sam­starfs­samninga HSÍ við um­deild fyrir­tæki. Annars vegar fisk­eldis­fyrir­tækið Arnar­lax sem hefur verið mikið í um­ræðunni, sem og Ra­pyd. En for­stjóri þess fyrir­tækis og stofnandi, Arik Shtilman, hefur opin­ber­lega lýst yfir stuðningi sínum við ísraelska herinn í á­tökunum fyrir botni Mið­jarðar­hafs.

Í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við ofangreind fyrirtæki mátti greina um­ræðu á samfélagsmiðlum þar sem að meðal annars þjóð­þekktir ein­staklingar sögðu HSÍ ekki eiga að eiga í sam­starfi með um­ræddum fyrir­tækjum.

Kom þessi um­ræða þér spánskt fyrir sjónir?

„Hún var bara svo hrika­lega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúru­lega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í í­þrótta­starfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrir­tæki sem eru til­búin að styðja okkur og vera í sam­starfi við okkur, þá að sjálf­sögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir sam­starfs­aðilar okkar.“


Tengdar fréttir

Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn

Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×