Szoboszlai gagnrýnir seinagang sjúkraliðsins við að koma Varga til hjálpar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2024 11:01 Dominik Szoboszlai tók málin í sínar hendur þegar samherji hans, Barnabás Varga, meiddist illa í leiknum gegn Skotlandi í gær. getty/James Gill Dominik Szoboszlai, fyrirliða ungverska fótboltalandsliðsins, fannst sjúkraliðið vera full rólegt í tíðinni þegar samherji hans, Barnabás Varga, meiddist illa í leiknum gegn Skotlandi á EM í gær. Á 67. mínútu lenti Varga í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skota, og lá óvígur eftir. Um sjö mínútur tók að huga að Varga sem var á endanum borinn af velli og fluttur á sjúkrahús í Stuttgart. Hann er kinnbeinsbrotinn en líðan hans er stöðug. Szoboszlai var fljótur að átta sig á að ekki var allt með felldu hjá Varga eftir samstuðið við Gunn. Honum fannst sjúkraliðar á vellinum vera full seinir að bregðast við, hljóp í átt að þeim, náði í börur og dreif þær inn á völlinn. „Ég var einn af þeim fyrstu á vettvang,“ sagði Szoboszlai eftir leikinn sem Ungverjar unnu, 1-0. „Ég var í áfalli, lagði hann til hliðar sem er það besta sem þú getur gert í stöðu sem þessari. Hann fékk ekki nægt súrefni. Ég hef ekki hugmynd um hverjar reglurnar eru, hvort fólki er heimilt að hlaupa inn á völlinn ef við þurfum hjálp.“ Aðspurður fannst Szoboszlai sjúkraliðarnir vera lengi á vettvang. „Mér fannst það ekki. Þú sást að þetta var mikið vandamál. Ég hljóp og hver sekúnda skiptir máli. Þetta er ekki mín ákvörðun en við verðum að gera eitthvað í þessu. Við verðum að gera þetta hraðar, miklu hraðar,“ sagði Liverpool-maðurinn sem felldi tár þegar hann sá hvernig fyrir Varga var komið. Ungverjar enduðu í 3. sæti A-riðils með fjögur stig. Enn liggur ekki fyrir hvort það dugir ungverska liðinu til að komast í sextán liða úrslit mótsins. Ef Ungverjar komast áfram verður Varga ekki með þeim í útsláttarkeppninni. Hann er sem fyrr sagði kinnbeinsbrotinn og eftir leikinn gegn Skotum staðfesti landsliðsþjálfarinn Marco Rossi að þátttöku hans á EM væri lokið. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Á 67. mínútu lenti Varga í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skota, og lá óvígur eftir. Um sjö mínútur tók að huga að Varga sem var á endanum borinn af velli og fluttur á sjúkrahús í Stuttgart. Hann er kinnbeinsbrotinn en líðan hans er stöðug. Szoboszlai var fljótur að átta sig á að ekki var allt með felldu hjá Varga eftir samstuðið við Gunn. Honum fannst sjúkraliðar á vellinum vera full seinir að bregðast við, hljóp í átt að þeim, náði í börur og dreif þær inn á völlinn. „Ég var einn af þeim fyrstu á vettvang,“ sagði Szoboszlai eftir leikinn sem Ungverjar unnu, 1-0. „Ég var í áfalli, lagði hann til hliðar sem er það besta sem þú getur gert í stöðu sem þessari. Hann fékk ekki nægt súrefni. Ég hef ekki hugmynd um hverjar reglurnar eru, hvort fólki er heimilt að hlaupa inn á völlinn ef við þurfum hjálp.“ Aðspurður fannst Szoboszlai sjúkraliðarnir vera lengi á vettvang. „Mér fannst það ekki. Þú sást að þetta var mikið vandamál. Ég hljóp og hver sekúnda skiptir máli. Þetta er ekki mín ákvörðun en við verðum að gera eitthvað í þessu. Við verðum að gera þetta hraðar, miklu hraðar,“ sagði Liverpool-maðurinn sem felldi tár þegar hann sá hvernig fyrir Varga var komið. Ungverjar enduðu í 3. sæti A-riðils með fjögur stig. Enn liggur ekki fyrir hvort það dugir ungverska liðinu til að komast í sextán liða úrslit mótsins. Ef Ungverjar komast áfram verður Varga ekki með þeim í útsláttarkeppninni. Hann er sem fyrr sagði kinnbeinsbrotinn og eftir leikinn gegn Skotum staðfesti landsliðsþjálfarinn Marco Rossi að þátttöku hans á EM væri lokið.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira