12 tonn af sveppum í hverri viku frá Flúðasveppum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2024 13:05 Sveppirnir frá Flúðasveppum eru mjög vinsælir og góð vara enda mikil eftirspurn eftir sveppunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt öflugasta fyrirtæki í Uppsveitum Árnessýslu, Flúðasveppir á Flúðum framleiðir nú 12 tonn af sveppum á viku og hefur varla undan að framleiða sveppi ofan í landsmenn. Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli í ár en á fyrstu árunum voru aðeins framleidd 500 kíló af sveppum á viku, sem þótti mjög gott þá. 1984 var stofnár Flúðasveppa en frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið og dafnað sem aldrei fyrr enda eflist það með hverju árinu. Í dag er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku í sérstökum klefum en fyrstu árin voru þetta ekki nema 500 kíló á viku. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu “Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli. „Við erum að framleiða sveppi fyrir 70% íslensks markaðs og við erum 30 starfsmenn allt árið þannig að þetta er ekki árstíðabundin starfsemi, við erum að reyna að framleiða sveppi jafnt út allt árið,” sagði Ævar. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu „Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hálmur er það hráefni, sem mest er notað við sveppaframleiðslu en það er afgangsafurð í kornframleiðslu. „Þennan hálm tökum við og bleytum en við notum gríðarlega mikið vatn í okkar framleiðslu og við erum að búa til í hverri viku 70 tonn af rotmassa úr þessum hálmi,” bættir Ævar við. Fram kom í máli Ævars að 30 starfsmenn vinna hjá Flúðasveppum og þar er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hænsnaskítur er líka notaður við sveppaframleiðsluna en Flúðasveppir eru í samstarfi við Ásmundarstaði kjúklingabú hvað það varðar. „Þannig að við erum að nota frá þeim allt að 12 tonn í hverri einustu viku af hænsnaskít, sem að þeir eru mjög glaðir með að getað losnað við en við blöndum hænsnaskítinn saman við hálminn og úr því verður þessi rotmassi til,” sagði Ævar enn fremur á málþinginu, sem sér ekkert annað en bjart framundan hjá Flúðasveppum á 40 ára afmælisári fyrirtækisins. Flúðasveppir fagna 40 ára afmæli á árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðamold er líka ræktuð hjá Flúðasveppum en hún nýtur mikilla vinsælda. Heimasíða Flúðasveppa Hrunamannahreppur Landbúnaður Sveppir Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
1984 var stofnár Flúðasveppa en frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið og dafnað sem aldrei fyrr enda eflist það með hverju árinu. Í dag er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku í sérstökum klefum en fyrstu árin voru þetta ekki nema 500 kíló á viku. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu “Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli. „Við erum að framleiða sveppi fyrir 70% íslensks markaðs og við erum 30 starfsmenn allt árið þannig að þetta er ekki árstíðabundin starfsemi, við erum að reyna að framleiða sveppi jafnt út allt árið,” sagði Ævar. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu „Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hálmur er það hráefni, sem mest er notað við sveppaframleiðslu en það er afgangsafurð í kornframleiðslu. „Þennan hálm tökum við og bleytum en við notum gríðarlega mikið vatn í okkar framleiðslu og við erum að búa til í hverri viku 70 tonn af rotmassa úr þessum hálmi,” bættir Ævar við. Fram kom í máli Ævars að 30 starfsmenn vinna hjá Flúðasveppum og þar er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hænsnaskítur er líka notaður við sveppaframleiðsluna en Flúðasveppir eru í samstarfi við Ásmundarstaði kjúklingabú hvað það varðar. „Þannig að við erum að nota frá þeim allt að 12 tonn í hverri einustu viku af hænsnaskít, sem að þeir eru mjög glaðir með að getað losnað við en við blöndum hænsnaskítinn saman við hálminn og úr því verður þessi rotmassi til,” sagði Ævar enn fremur á málþinginu, sem sér ekkert annað en bjart framundan hjá Flúðasveppum á 40 ára afmælisári fyrirtækisins. Flúðasveppir fagna 40 ára afmæli á árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðamold er líka ræktuð hjá Flúðasveppum en hún nýtur mikilla vinsælda. Heimasíða Flúðasveppa
Hrunamannahreppur Landbúnaður Sveppir Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira