Tap hjá Heimi Hallgríms en fyrirliði Mexíkó fór grátandi af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 09:00 Heimir Hallgrímsson var ekki alveg sáttur á hliðarlínunni en mark var dæmt af jamaíska liðinu í leiknum. Getty/Omar Vega Mexíkó vann 1-0 sigur á lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í Jamaíka í nótt í fyrsta leik í liðanna í Suðurameríkukeppninni, Copa América. Þetta var aðeins annað tap jamaíska landsliðsins undir stjórn Heimis á árinu en hitt tapið kom á móti því bandaríska í mars. Strákarnir hans Heimis höfðu unnið þrjá síðustu leiki sína fyrir þessa keppni. Eina mark leiksins skoraði Gerardo Arteaga á 69. mínútu með skoti frá vítateigslínunni. Golazo 100% creado en Monterrey 💥 pic.twitter.com/LHOQNMyPN2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Jamaíka hélt reyndar að liðið hefði komist yfir tæpum tuttugu mínútum áður þegar Michail Antonio skallaði boltann í markið af löngu færi en myndbandsdómararnir dæmdu markið af vegna rangstöðu. Mexíkó vann vissulega leikinn en varð fyrir áfalli þegar fyrirliði Edson Álvarez fór meiddur af velli. Álvarez lagðist skyndilega í grasið eftir sprett til baka. Þessi leikmaður West Ham hélt aftan um lærið og fór grátandi af velli. Það gæti farið að hann missi af stórum hluta af Suðurameríkukeppninni en aðeins hálftími var þarna liðinn af leiknum. ¡Ánimo, Edson! 🥺 pic.twitter.com/xeQUx18GfW— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Næsti leikur Jamaíka er á móti Ekvador en lokaleikur riðilsins er síðan á móti Venesúela. Þetta er í þriðja sinn sem Jamaíka tekur þátt í Copa América en liðið hefur tapað öllum sjö leikjum sínum og á enn eftir að skora. Markatalan er 0-10. Fyrsta markið og fyrsta stigið væri því sögulegt fyrir Heimi og lærisveina hans sem eru mögulega búnir með erfiðasta mótherjann í riðlinum. Mexico’s captain Edson Alvarez in tears after a non-contact injury in his first-ever Copa America game. Life is not fair. 💔😢 pic.twitter.com/D2YKyYlEW9— All Fútbol MX 🇲🇽 (@AllFutbolMX) June 23, 2024 Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Þetta var aðeins annað tap jamaíska landsliðsins undir stjórn Heimis á árinu en hitt tapið kom á móti því bandaríska í mars. Strákarnir hans Heimis höfðu unnið þrjá síðustu leiki sína fyrir þessa keppni. Eina mark leiksins skoraði Gerardo Arteaga á 69. mínútu með skoti frá vítateigslínunni. Golazo 100% creado en Monterrey 💥 pic.twitter.com/LHOQNMyPN2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Jamaíka hélt reyndar að liðið hefði komist yfir tæpum tuttugu mínútum áður þegar Michail Antonio skallaði boltann í markið af löngu færi en myndbandsdómararnir dæmdu markið af vegna rangstöðu. Mexíkó vann vissulega leikinn en varð fyrir áfalli þegar fyrirliði Edson Álvarez fór meiddur af velli. Álvarez lagðist skyndilega í grasið eftir sprett til baka. Þessi leikmaður West Ham hélt aftan um lærið og fór grátandi af velli. Það gæti farið að hann missi af stórum hluta af Suðurameríkukeppninni en aðeins hálftími var þarna liðinn af leiknum. ¡Ánimo, Edson! 🥺 pic.twitter.com/xeQUx18GfW— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) June 23, 2024 Næsti leikur Jamaíka er á móti Ekvador en lokaleikur riðilsins er síðan á móti Venesúela. Þetta er í þriðja sinn sem Jamaíka tekur þátt í Copa América en liðið hefur tapað öllum sjö leikjum sínum og á enn eftir að skora. Markatalan er 0-10. Fyrsta markið og fyrsta stigið væri því sögulegt fyrir Heimi og lærisveina hans sem eru mögulega búnir með erfiðasta mótherjann í riðlinum. Mexico’s captain Edson Alvarez in tears after a non-contact injury in his first-ever Copa America game. Life is not fair. 💔😢 pic.twitter.com/D2YKyYlEW9— All Fútbol MX 🇲🇽 (@AllFutbolMX) June 23, 2024
Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti