Hakkarar trufla útsendingar frá EM leikjum Pólverja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 11:00 Það var stutt gaman hjá Robert Lewandowski og félögum hans í pólska landsliðinu sem eru úr leik á EM eftir aðeins tvo leiki. Getty/Alex Livesey Er eitthvað meira pirrandi en truflanir verða þegar þú ert að horfa á mikilvægan fótboltaleik? Pólskir sjónvarpsáhorfendur eru örugglega orðnir mjög pirraðir á slíku. Það er nefnilega ekki bara pólska landsliðið sem er í vandræðum á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. TVP sjónvarpsstöðinni gengur líka einnig mjög illa að sýna leiki pólska liðsins í heimalandinu. Í öðrum leiknum í röð tókst hökkurum að trufla útsendingu frá leik Póllands. Að þessu sinni var það leikur á móti Austurríki en þetta gerðist einnig í fyrsta leiknum á móti Hollandi. „Við biðjumst afsökunar en tæknin var að stríða okkur í leik dagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá TVP. Það er talið að hakkararnir hafi notað svokallaða DDoS árás en þá ofhlaða þeir kerfið þar til að útsendingaþjónarnir gefa eftir og allt frýs. Pólska landsliðið náði að jafna metin í 1-1 eftir að Austurríkismenn skoruðu snemma en Pólverjar töpuðu leiknum á endanum 3-1. Fyrsti leikurinn tapaðist 2-1 á móti Hollandi og Pólverjar eru því með núll stig og þrjú mörk í mínus eftir tvo fyrstu leikina. Það þýðir að liðið er úr leik og þriðji og síðasta leikurinn skiptir engu máli. Ráðherra tölvumála í Póllandi kenndi Rússum um árásina eftir fyrsta leikinn en TVP sjónvarpsstöðin sagði að sú árás hafi komið frá IP tölum í Póllandi. Það er enn ekkert vitað um hvaðan árásin í gær var gerð. EM 2024 í Þýskalandi Pólland Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
Það er nefnilega ekki bara pólska landsliðið sem er í vandræðum á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. TVP sjónvarpsstöðinni gengur líka einnig mjög illa að sýna leiki pólska liðsins í heimalandinu. Í öðrum leiknum í röð tókst hökkurum að trufla útsendingu frá leik Póllands. Að þessu sinni var það leikur á móti Austurríki en þetta gerðist einnig í fyrsta leiknum á móti Hollandi. „Við biðjumst afsökunar en tæknin var að stríða okkur í leik dagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá TVP. Það er talið að hakkararnir hafi notað svokallaða DDoS árás en þá ofhlaða þeir kerfið þar til að útsendingaþjónarnir gefa eftir og allt frýs. Pólska landsliðið náði að jafna metin í 1-1 eftir að Austurríkismenn skoruðu snemma en Pólverjar töpuðu leiknum á endanum 3-1. Fyrsti leikurinn tapaðist 2-1 á móti Hollandi og Pólverjar eru því með núll stig og þrjú mörk í mínus eftir tvo fyrstu leikina. Það þýðir að liðið er úr leik og þriðji og síðasta leikurinn skiptir engu máli. Ráðherra tölvumála í Póllandi kenndi Rússum um árásina eftir fyrsta leikinn en TVP sjónvarpsstöðin sagði að sú árás hafi komið frá IP tölum í Póllandi. Það er enn ekkert vitað um hvaðan árásin í gær var gerð.
EM 2024 í Þýskalandi Pólland Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira