Sjáðu „markið“ sem þurfti margar mínútur til að dæma af Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2024 11:31 Xavi Simons skilur ekki af hverju markið hans var dæmt af. Getty/Ian MacNicol Hollendingum þótti á sér brotið þegar mark var dæmt af liðinu í markalausu jafntefli á móti Frakklandi á Evrópumótinu í fótbolta í gær. Xavi Simons kom boltanum í markið á lokakafla leiksins og hann var aldrei rangstæður. Það var hins vegar dæmt rangstaða á Denzel Dumfries sem kom aldrei við boltann en stóð við hlið markvarðarins Mike Maignan. Myndbandsdómarar voru á því að Dumfries hefði truflað Denzel Dumfries í franska markinu og þess vegna var markið dæmt af. Ólíkt öðrum atvikum sem hafa verið skoðuð á mótinu þá tók mjög langan tíma til að fá niðurstöðu frá VAR-herberginu. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, var mjög ósáttur með að fá ekki markið dæmt gilt. „Það er satt að Dumfries er í rangstöðu en hann er ekki að trufla markvörðinn. Þegar það er raunin þá er þetta löglegt mark að mínu mati,“ sagði Koeman. „Þurftu þeir fimm mínútur til að skoða þetta af því að þetta var svona erfitt? Ég skil þetta ekki. Hann er ekki að trufla markvörðinn,“ sagði Koeman. „Þótt að mér hafi fundist þetta mark eiga að standa þá tek ég það frá þessum leik að þetta séu sanngjörn úrslit,“ sagði Koeman. Fyrirliðinn Virgil van Diyk var á því að markið ætti að standa en Xavi Simons sjálfur talaði um að það væri ekki til neins að kvarta. „Var tekur sína ákvörðun og það er ekkert hægt að gera við því,“ sagði Xavi Simons. Það má sjá þetta umdeilda mark ásamt svipmyndum frá leiknum hér fyrir neðan. Allt það helsta úr leik Hollendinga og Frakka. Átti að dæma mark Xavi Simons af? 🇳🇱 🇫🇷 pic.twitter.com/PhVx8Gdxn8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 21, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Xavi Simons kom boltanum í markið á lokakafla leiksins og hann var aldrei rangstæður. Það var hins vegar dæmt rangstaða á Denzel Dumfries sem kom aldrei við boltann en stóð við hlið markvarðarins Mike Maignan. Myndbandsdómarar voru á því að Dumfries hefði truflað Denzel Dumfries í franska markinu og þess vegna var markið dæmt af. Ólíkt öðrum atvikum sem hafa verið skoðuð á mótinu þá tók mjög langan tíma til að fá niðurstöðu frá VAR-herberginu. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, var mjög ósáttur með að fá ekki markið dæmt gilt. „Það er satt að Dumfries er í rangstöðu en hann er ekki að trufla markvörðinn. Þegar það er raunin þá er þetta löglegt mark að mínu mati,“ sagði Koeman. „Þurftu þeir fimm mínútur til að skoða þetta af því að þetta var svona erfitt? Ég skil þetta ekki. Hann er ekki að trufla markvörðinn,“ sagði Koeman. „Þótt að mér hafi fundist þetta mark eiga að standa þá tek ég það frá þessum leik að þetta séu sanngjörn úrslit,“ sagði Koeman. Fyrirliðinn Virgil van Diyk var á því að markið ætti að standa en Xavi Simons sjálfur talaði um að það væri ekki til neins að kvarta. „Var tekur sína ákvörðun og það er ekkert hægt að gera við því,“ sagði Xavi Simons. Það má sjá þetta umdeilda mark ásamt svipmyndum frá leiknum hér fyrir neðan. Allt það helsta úr leik Hollendinga og Frakka. Átti að dæma mark Xavi Simons af? 🇳🇱 🇫🇷 pic.twitter.com/PhVx8Gdxn8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 21, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira