Hinn 37 ára gamli Usyk varð fyrstur til að leggja Fury að velli þegar þeir mættust í maí síðastliðnum. Sigur Usyk var tæpur en dómarar bardagans voru ekki allir sammála um hvor kappanna hefði staðið uppi sem sigurvegari.
Bardaginn fór fram í Sádi-Arabíu og var upp á öll fimm beltin í þungavigtinni. Búið er að bóka annan bardaga þeirra á milli og er Fury þegar byrjaður að tjá sig í aðdraganda hans.
„Usyk veit að hann sigraði mig ekki. Vandamálið mitt er að ég skemmti mér líklega of vel, þetta var of auðvelt. Það var eins og ég væri í hringnum með áhugamanni í hnefaleikum.“
🗣 "I thought I won."
— BBC Sport (@BBCSport) June 21, 2024
Tyson Fury has spoken! #BBCBoxing pic.twitter.com/x5QHzNT4tD
„Ég naut mín of vel, var að fíflast og borgaði á endanum fyrir það.“