Kóngurinn er sá sem keypti Fender Telecaster-frímerkið Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 13:20 Bubbi Morthens er rokkjeppann í höndunum. Næsta skref er að flauta til fyrstu æfingarinnar, ný rokksveit með honum og Bjössa í Mínus er í burðarliðnum. Arnar Þór Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sjálfur kóngurinn, festi kaup á Fender Telecaster-gítar sem er einstakur að því leyti til að hann er handsmíðaður og þakinn íslenskum frímerkjum. „Telecasterinn er geggjaður. Það þarf ekki mikið til að gleðja mann, einn rokkjeppi og maður er glaður,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi var að fletta Vísi, eins og hann gerir flesta daga og var að hugsa með sér að hann þyrfti nú að fara að spila heiðarlegt rokk. Þær fyrirætlanir eru reyndar komnar á koppinn, langleiðina, þegar þessi frétt poppaði upp: Þarna segir af því að Hljóðfærahúsið pantaði sérsmíðaðan Fender Telecaster, en Andy Mooney, forstjóri fyrirtækisins, hefur sérsmíðað gítara sem eru helgaðir einstökum löndum, hver um sig. Og það gerir hann með því að þekja hljóðfærin frímerkjum þaðan. En Mooney er einnig mikilvirkur frímerkjasafnari. Kominn með alvöru rokkjeppa í hendurnar „Já, ég sá þennan gítar. Þarna var hann kominn. Djöfull er hann flottur. Tryllt hljóðfæri. Ég get svarið þér það,“ segir Bubbi. Bubbi segist hafa átt þrjá safngripi, Martin-gítara. Einn er smíðaður eftir hans höfði frá a til ö og sérmerktur honum. Hann er dýr, andvirði bíls. „Já, ef það er smábíll.“ Og annan Martin-gítar á Bubbi sem er merktur honum. „Og svo á ég enn einn costom-martin sem ég kalla Gissur Pál. Þetta er lítill gítar en svakalega hljómmikill.“ Og svo hefur Bubbi verið á leiðinni með að fá sér rokkgítar. Bubbi ánægður með nýja gítarinn sinn. Nú skal spilað rokk.arnar þór „Og rokkgítarinn, rokkhundurinn og jeppinn er Telecaster. Margir hafa spilað á Telecasterinn af miklu listfengi og snilld. Og þar er Bruce [Springsteen] kannski þeirra fremstur, að mínu mati.“ Ætlar að stofna rokksveit með Bjössa í Mínus Bubbi segist hafa hringt beint í Hljóðfærahúsið, um leið og hann sá fréttina og bað þá þar um að taka gítarinn frá fyrir sig. „Þeir spurðu undrandi hvernig ég vissi af honum og ég sagði náttúrlega: Vísir. Og ég bara keypti hann.“ Bubbi segir að ekki skemmt fyrir að gítarinn sé þakinn frímerkjum æsku hans. Næsta skref er að stofna rokkhljómsveit með Bjössa í Mínus. „Við erum búnir að tala saman. Það er í kortunum að stofna rokkhljómsveit eftir okkar höfði; alvöru rokkhundahljómsveit þar sem við spilum heiðarlegt rokk.“ Tónlist Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Telecasterinn er geggjaður. Það þarf ekki mikið til að gleðja mann, einn rokkjeppi og maður er glaður,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi var að fletta Vísi, eins og hann gerir flesta daga og var að hugsa með sér að hann þyrfti nú að fara að spila heiðarlegt rokk. Þær fyrirætlanir eru reyndar komnar á koppinn, langleiðina, þegar þessi frétt poppaði upp: Þarna segir af því að Hljóðfærahúsið pantaði sérsmíðaðan Fender Telecaster, en Andy Mooney, forstjóri fyrirtækisins, hefur sérsmíðað gítara sem eru helgaðir einstökum löndum, hver um sig. Og það gerir hann með því að þekja hljóðfærin frímerkjum þaðan. En Mooney er einnig mikilvirkur frímerkjasafnari. Kominn með alvöru rokkjeppa í hendurnar „Já, ég sá þennan gítar. Þarna var hann kominn. Djöfull er hann flottur. Tryllt hljóðfæri. Ég get svarið þér það,“ segir Bubbi. Bubbi segist hafa átt þrjá safngripi, Martin-gítara. Einn er smíðaður eftir hans höfði frá a til ö og sérmerktur honum. Hann er dýr, andvirði bíls. „Já, ef það er smábíll.“ Og annan Martin-gítar á Bubbi sem er merktur honum. „Og svo á ég enn einn costom-martin sem ég kalla Gissur Pál. Þetta er lítill gítar en svakalega hljómmikill.“ Og svo hefur Bubbi verið á leiðinni með að fá sér rokkgítar. Bubbi ánægður með nýja gítarinn sinn. Nú skal spilað rokk.arnar þór „Og rokkgítarinn, rokkhundurinn og jeppinn er Telecaster. Margir hafa spilað á Telecasterinn af miklu listfengi og snilld. Og þar er Bruce [Springsteen] kannski þeirra fremstur, að mínu mati.“ Ætlar að stofna rokksveit með Bjössa í Mínus Bubbi segist hafa hringt beint í Hljóðfærahúsið, um leið og hann sá fréttina og bað þá þar um að taka gítarinn frá fyrir sig. „Þeir spurðu undrandi hvernig ég vissi af honum og ég sagði náttúrlega: Vísir. Og ég bara keypti hann.“ Bubbi segir að ekki skemmt fyrir að gítarinn sé þakinn frímerkjum æsku hans. Næsta skref er að stofna rokkhljómsveit með Bjössa í Mínus. „Við erum búnir að tala saman. Það er í kortunum að stofna rokkhljómsveit eftir okkar höfði; alvöru rokkhundahljómsveit þar sem við spilum heiðarlegt rokk.“
Tónlist Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira