„Ef ég væri ekki prestur væri gaman að vera poppstjarna“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. júní 2024 07:01 Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er viðmælandi í Tískutali. Vísir/Arnar Presturinn og verðandi biskup Íslands sr. Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan og einstakan stíl og segir tískuna mikilvægt tjáningarform fyrir sér. Hún þekkir stíl sinn vel, veit upp á hár hverju hún vill klæðast og er hrifin af íslenskri hönnun. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Sr. Guðrún er með einstakan og stílhreinan stíl.Vísir/Arnar Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Fyrir mér er tíska, föt, skór og fylgihlutir mikilvægt tjáningarform. Þess vegna á ég erfitt með að ákveða fyrir fram hverju ég ætla að klæðast. Ég veit ekki hvernig mér líður eða hvað andinn blæs mér í brjóst á þeirri stundu. Í dag þykir mér skemmtileg hvað tískan er fjölbreytt og hversu margt er leyfilegt. Það eru fá boð og bönn og flest má. Þá ríkir ákveðin meðvitund um hringrás fatnaðar, endurnýtingu og sjálfbærni. Sr. Guðrún á margar uppáhalds flíkur og hefur gaman að því að blanda grunnflíkum við til dæmis liti eða öðruvísi skó.Vísir/Arnar Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á svo margar uppáhalds flíkur. Samfestingar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og hafa verið lengi. Ég á allnokkra með ólíkum sniðum og í fjölmörgum litum. Ég á mikið af „casual“ fínum fötum sem bæði er hægt að klæða upp og niður. Það er svolítið mikilvægt í mínu starfi þar sem ég þarf alltaf að vera hugguleg til fara en er oft í aðstæðum þar sem ég vil ekki vera í áberandi klæðnaði. Ég er ekki spennt fyrir að vera alltaf í svörtu en á sama tíma þarf ég að vera mikið í dökkum fatnaði í mínu starfi. Þá brýt ég það gjarnan upp með skemmtilegum skóm í einhverjum lit eða yfirhöfn sem er ekki dökk. Sr. Guðrún brýtur stundum upp á klæðaburðinn í starfi með litríkum eða munstruðum skóm.Vísir/Arnar Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það getur tekið mig smá stund að velja föt á morgnana því þar þarf að fara saman hvernig ég er stemmd og verkefni dagsins. Mig langar ef til vill að vera í einhverju litríku en ef ég er að fara að jarðsyngja þá gengur það ekki. Þetta getur tekið smá stund. Þegar kemur að því að kaupa föt veit yfirleitt upp á hár hvað ég vil, er fljót að sjá hvort flíkin fari mér vel og hvort hún passi. Ég ver því aldrei löngum tíma í búðum. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ef ég væri ekki prestur væri gaman vera poppstjarna því þá hefði ég svo mikið frelsi í klæðnaði. Litir, mynstur og snið skipta mig miklu máli og helst vil ég að fötin séu aðeins óvenjuleg, þó ekki sé nema eitthvað smáatriði sem sker sig úr og gerir flíkina sérstaka. Ég hef gaman af að finna föt sem ekki er framleitt mikið af og vil helst að þau tilheyri merki sem ekki er mjög þekkt. Fötin sem ég geng í þurfa alls ekki að vera samkvæmt nýjustu tísku heldur eitthvað sem mér finnst fallegt og passar mér. Svo vil ég gjarnan styrkja íslenska hönnun enda mikið af virkilega flottum og frumlegum hönnuðum hér á landi. Sr. Guðrún leggur ekki upp úr því að fylgja nýjustu tísku og veit hvað virkar best fyrir hana. Sömuleiðis er hún dugleg að styrkja íslenska hönnun.Vísir/Arnar Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Með sterkari sjálfsmynd hefur krafa mín til fatnaðar breyst þó nokkuð. Ég vil að föt og skór séu bæði þægileg og falleg og að mér líði vel í þeim. Hér áður fyrr gat ég alveg keypt mér skó sem voru númeri of litlir því að þeir voru svo flottir. Það kemur ekki til greina í dag. Þá verð ég aðeins klassískari í klæðaburði með aldrinum en þar kemur mitt starf sterkt inn. Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég hef mjög gaman af því að klæða mig upp og vera fín. Ég væri alveg til í að gera meira af því en ég geri. En mér finnst ekki síður gaman að upplifa mig fína svona hversdags. Eins og mér þykir gaman að vera fín þá fer ég þó yfirleitt í eitthvað kósý um leið og ég kem heim. Sr. Guðrún hefur gaman að því að klæða sig upp en finnst þó alltaf best að skipta í kósý fötin þegar heim er komið.Vísir/Arnar Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég fylgist mikið með stefnum og straumum og nýti m.a. Instagram mikið til þess. Þar er hægt að finna flest þegar kemur að tísku. Þá tek ég líka vel eftir klæðnaði fólks yfirleitt hvar sem ég er í heiminum og sæki innblástur í smart fólk sem verður á vegi mínum. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Það er helst það að íþróttaföt eiga aðeins heima í íþróttum. Ég er þó aðeins búin að víkka þetta út og hef klæðst íþróttafötum í flugi. Þau geta verið ansi þægileg í löngu flugi. Sr. Guðrún er mjög hrifin af samfestingum og á þá til í ýmsum litum. Henni finnst íþróttaföt almennt eiga heima í íþróttum en þykir þó ágætt að ferðast í þeim.Vísir/Arnar Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég var fjallkona í Kópavogi á Þjóðhátíðardaginn 1993 og þá klæddist ég skautbúningi frá Þjóðdansafélagi Íslands. Ég hef ekki upplifað mig jafn fína, hvorki fyrr né síðar. Meira að segja brúðarkjóllinn bliknaði í samanburði við skautbúninginn. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mitt ráð er að finna út í hvers konar fötum þér líður best og hvað þér finnst fara þér vel og halda þig svo við það frekar en að eltast við eitthvað sem er tísku einmitt nú. Svo mæli ég með að skoða síður þar sem fólk er að selja eða gefa notuð föt og gera það sama við þín föt þegar þú ert hætt að nota þau. Þannig fá fötin áframhaldandi líf í stað þess að hanga ónotuð inni í skáp. Sr. Guðrún leitar að sjálfbærum leiðum í tískunni.Vísir/Arnar Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Sr. Guðrún er með einstakan og stílhreinan stíl.Vísir/Arnar Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Fyrir mér er tíska, föt, skór og fylgihlutir mikilvægt tjáningarform. Þess vegna á ég erfitt með að ákveða fyrir fram hverju ég ætla að klæðast. Ég veit ekki hvernig mér líður eða hvað andinn blæs mér í brjóst á þeirri stundu. Í dag þykir mér skemmtileg hvað tískan er fjölbreytt og hversu margt er leyfilegt. Það eru fá boð og bönn og flest má. Þá ríkir ákveðin meðvitund um hringrás fatnaðar, endurnýtingu og sjálfbærni. Sr. Guðrún á margar uppáhalds flíkur og hefur gaman að því að blanda grunnflíkum við til dæmis liti eða öðruvísi skó.Vísir/Arnar Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á svo margar uppáhalds flíkur. Samfestingar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og hafa verið lengi. Ég á allnokkra með ólíkum sniðum og í fjölmörgum litum. Ég á mikið af „casual“ fínum fötum sem bæði er hægt að klæða upp og niður. Það er svolítið mikilvægt í mínu starfi þar sem ég þarf alltaf að vera hugguleg til fara en er oft í aðstæðum þar sem ég vil ekki vera í áberandi klæðnaði. Ég er ekki spennt fyrir að vera alltaf í svörtu en á sama tíma þarf ég að vera mikið í dökkum fatnaði í mínu starfi. Þá brýt ég það gjarnan upp með skemmtilegum skóm í einhverjum lit eða yfirhöfn sem er ekki dökk. Sr. Guðrún brýtur stundum upp á klæðaburðinn í starfi með litríkum eða munstruðum skóm.Vísir/Arnar Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það getur tekið mig smá stund að velja föt á morgnana því þar þarf að fara saman hvernig ég er stemmd og verkefni dagsins. Mig langar ef til vill að vera í einhverju litríku en ef ég er að fara að jarðsyngja þá gengur það ekki. Þetta getur tekið smá stund. Þegar kemur að því að kaupa föt veit yfirleitt upp á hár hvað ég vil, er fljót að sjá hvort flíkin fari mér vel og hvort hún passi. Ég ver því aldrei löngum tíma í búðum. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ef ég væri ekki prestur væri gaman vera poppstjarna því þá hefði ég svo mikið frelsi í klæðnaði. Litir, mynstur og snið skipta mig miklu máli og helst vil ég að fötin séu aðeins óvenjuleg, þó ekki sé nema eitthvað smáatriði sem sker sig úr og gerir flíkina sérstaka. Ég hef gaman af að finna föt sem ekki er framleitt mikið af og vil helst að þau tilheyri merki sem ekki er mjög þekkt. Fötin sem ég geng í þurfa alls ekki að vera samkvæmt nýjustu tísku heldur eitthvað sem mér finnst fallegt og passar mér. Svo vil ég gjarnan styrkja íslenska hönnun enda mikið af virkilega flottum og frumlegum hönnuðum hér á landi. Sr. Guðrún leggur ekki upp úr því að fylgja nýjustu tísku og veit hvað virkar best fyrir hana. Sömuleiðis er hún dugleg að styrkja íslenska hönnun.Vísir/Arnar Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Með sterkari sjálfsmynd hefur krafa mín til fatnaðar breyst þó nokkuð. Ég vil að föt og skór séu bæði þægileg og falleg og að mér líði vel í þeim. Hér áður fyrr gat ég alveg keypt mér skó sem voru númeri of litlir því að þeir voru svo flottir. Það kemur ekki til greina í dag. Þá verð ég aðeins klassískari í klæðaburði með aldrinum en þar kemur mitt starf sterkt inn. Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, ég hef mjög gaman af því að klæða mig upp og vera fín. Ég væri alveg til í að gera meira af því en ég geri. En mér finnst ekki síður gaman að upplifa mig fína svona hversdags. Eins og mér þykir gaman að vera fín þá fer ég þó yfirleitt í eitthvað kósý um leið og ég kem heim. Sr. Guðrún hefur gaman að því að klæða sig upp en finnst þó alltaf best að skipta í kósý fötin þegar heim er komið.Vísir/Arnar Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég fylgist mikið með stefnum og straumum og nýti m.a. Instagram mikið til þess. Þar er hægt að finna flest þegar kemur að tísku. Þá tek ég líka vel eftir klæðnaði fólks yfirleitt hvar sem ég er í heiminum og sæki innblástur í smart fólk sem verður á vegi mínum. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Það er helst það að íþróttaföt eiga aðeins heima í íþróttum. Ég er þó aðeins búin að víkka þetta út og hef klæðst íþróttafötum í flugi. Þau geta verið ansi þægileg í löngu flugi. Sr. Guðrún er mjög hrifin af samfestingum og á þá til í ýmsum litum. Henni finnst íþróttaföt almennt eiga heima í íþróttum en þykir þó ágætt að ferðast í þeim.Vísir/Arnar Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég var fjallkona í Kópavogi á Þjóðhátíðardaginn 1993 og þá klæddist ég skautbúningi frá Þjóðdansafélagi Íslands. Ég hef ekki upplifað mig jafn fína, hvorki fyrr né síðar. Meira að segja brúðarkjóllinn bliknaði í samanburði við skautbúninginn. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Mitt ráð er að finna út í hvers konar fötum þér líður best og hvað þér finnst fara þér vel og halda þig svo við það frekar en að eltast við eitthvað sem er tísku einmitt nú. Svo mæli ég með að skoða síður þar sem fólk er að selja eða gefa notuð föt og gera það sama við þín föt þegar þú ert hætt að nota þau. Þannig fá fötin áframhaldandi líf í stað þess að hanga ónotuð inni í skáp. Sr. Guðrún leitar að sjálfbærum leiðum í tískunni.Vísir/Arnar
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira