Blæs á sögusagnir um að McGregor sé að gera sér upp meiðslin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júní 2024 15:01 Dana White segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Conor McGregor hafi hætt við bardaga til að koma sér í betri samningsstöðu. Jeff Bottari/Zuffa LLC Dana White, forseti UFC-sambandsins, segir ekkert til í þeim orðrómi um það að írski bardagakappinn Conor McGregor hafi hætt við bardaga sinn við Michael Chandler vegna samningsstöðu sinnar við UFC. McGregor og Chandler áttu að mætast þann 29. júní næstkomandi, en stuttu áður en blaðamannafundur bardagakappanna átti að fara fram sendi UFC-sambandið frá sér yfirlýsingu þess efnis að svo yrði ekki. Hinn 35 ára gamli McGregor dró sig svo úr bardaganum í kjölfarið vegna meiðsla og því verður ekkert af endurkomu hans í búrið. Ekki í bili að minnsta kosti. Mikil spenna ríkti fyrir endurkomu McGregor, en hann hefur ekki barist síðan hann fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier árið 2021. Strax fóru sögur á kreik um að meiðsli hefðu sett strik í reikninginn, sem McGregor staðfesti svo sjálfur. Þó er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Þá fóru einnig sögur á kreik um að ástæða þess að McGregor hafi hætt við bardagann hafi verið vegna þess að þessa dagana er Írinn í viðræðum við UFC-sambandið um nýjan samning. Núverandi samningur hans er að nálgast endalok sín, en Dana White hefur nú blásið á þær sögusagnir. „Conor McGregor, kannski mun hann berjast aftur og kannski ekki,“ sagði White. „Maður veit aldrei með stráka á þessu stigi. Maður veit aldrei hvenær maður fær að sjá þá berjast aftur.“ „McGregor myndi aldrei skipuleggja bardaga til að geta reynt að ná fram samningum eða til að fá meiri pening,“ bætti White við. „Conor McGregor er meiddur núna. Það er alveg klárt. Hann hefur aldrei gert neitt slíkt.“ MMA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira
McGregor og Chandler áttu að mætast þann 29. júní næstkomandi, en stuttu áður en blaðamannafundur bardagakappanna átti að fara fram sendi UFC-sambandið frá sér yfirlýsingu þess efnis að svo yrði ekki. Hinn 35 ára gamli McGregor dró sig svo úr bardaganum í kjölfarið vegna meiðsla og því verður ekkert af endurkomu hans í búrið. Ekki í bili að minnsta kosti. Mikil spenna ríkti fyrir endurkomu McGregor, en hann hefur ekki barist síðan hann fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier árið 2021. Strax fóru sögur á kreik um að meiðsli hefðu sett strik í reikninginn, sem McGregor staðfesti svo sjálfur. Þó er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru. Þá fóru einnig sögur á kreik um að ástæða þess að McGregor hafi hætt við bardagann hafi verið vegna þess að þessa dagana er Írinn í viðræðum við UFC-sambandið um nýjan samning. Núverandi samningur hans er að nálgast endalok sín, en Dana White hefur nú blásið á þær sögusagnir. „Conor McGregor, kannski mun hann berjast aftur og kannski ekki,“ sagði White. „Maður veit aldrei með stráka á þessu stigi. Maður veit aldrei hvenær maður fær að sjá þá berjast aftur.“ „McGregor myndi aldrei skipuleggja bardaga til að geta reynt að ná fram samningum eða til að fá meiri pening,“ bætti White við. „Conor McGregor er meiddur núna. Það er alveg klárt. Hann hefur aldrei gert neitt slíkt.“
MMA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira