„Hættiði að senda mér pening“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 09:02 Hassan Sunny tapaði leiknum en sá samt til þess að Kínverjar komust áfram. Getty/Yong Teck Lim Landsliðsmarkvörður Singapúr þurfti að biðja stuðningsmenn kínverska landsliðsins sérstaklega um það að hætta að senda sér pening. Ástæðan fyrir öllum peningasendingunum frá Kína var frammistaða Hassan Sunny í leik á móti Tælandi í undankeppni HM. Frammistaða Sunny í leik Singapúr og Taílands sá nefnilega til þess að Taíland komst ekki upp fyrir Kína á markatölu í baráttu um sæti í næstu umferð undankeppnni HM 2026. WATCH: Chinese football fans and livestreamers at Hassan Sunny’s food stall in Tampines after the veteran goalkeeper became an overnight celebrity for his heroics against Thailand that helped to keep China’s 2026 World Cup hopes alive https://t.co/9v9DidKY9I(Video: CNA/Davina… pic.twitter.com/hWeY8jZgVl— CNA (@ChannelNewsAsia) June 12, 2024 Suður Kórea vann riðilinn með yfirburðum en Kína og Taíland enduðu með jafnmörg stig og sömu markatölu. Þar sem að Taíland skoraði bara þrisvar sinnum hjá Hassan Sunny þá voru báðar þjóðir með markatöluna 9-9. Innbyrðis viðureignir réðu því úrslitum og Kína hafði þar betur og fór því áfram í þriðju umferðina. Sunny er fertugur og varði alls ellefu skot í þessum leik. Hetjudáðir hans fóru á flug á kínverskum samfélagsmiðlum sem og upplýsingar um götubitafyrirtæki hans og eiginkonunnar. Stuðningsmenn kínverska landsliðsins vildu þakka fyrir sig og fóru að senda þeim hjónum pening í gegnum netið. S'pore goalkeeper Hassan Sunny swarmed by China football fans while on holiday there https://t.co/3mcwCYlaSM pic.twitter.com/lT8waV2FAU— Mothership (@MothershipSG) June 17, 2024 „Naut ég þess um tíma? Ég hugsaði, allt í lagi það er peningur að koma á reikninginn. Svo fór ég að hugsa: Hvenær stoppar þetta eiginlega? Er þetta löglegt? Ég held að við verðum að stoppa þetta,“ skrifaði Hassan Sunny á samfélagsmiðla sína. „Ég kann virkilega að meta stuðning ykkar undanfarna daga sem hefur sýnt mér ástríðu kínverska stuðningsmanna. QR-kóðinn hefur gengið á milli manna á netinu og sumir hafa nýtt sér það og búið til falska aðganga. Ég biðla nú til ykkar að sýna skynsemi. Hættiði að senda mér pening,“ skrifaði Sunny. Kínverskir stuðningsmenn fjölmenntu líka til hans og konunnar og fengu sér götubita. Hann fékk líka frábæra dóma og stökk upp í efsta sætið yfir besta veitingastaðinn á svæðinu á kínversku matarappi. Kínverjar gerðu allt í sínu valdi til að þakka Sunny fyrir allar vörslurnar. Kínverjar hafa ekki komist á HM karla í fótbolta síðan árið 2002. Það er óhætt að segja að það séu margir sem dreymir nú um það að biðin endi loksins í þessari undankeppni HM. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Sjá meira
Ástæðan fyrir öllum peningasendingunum frá Kína var frammistaða Hassan Sunny í leik á móti Tælandi í undankeppni HM. Frammistaða Sunny í leik Singapúr og Taílands sá nefnilega til þess að Taíland komst ekki upp fyrir Kína á markatölu í baráttu um sæti í næstu umferð undankeppnni HM 2026. WATCH: Chinese football fans and livestreamers at Hassan Sunny’s food stall in Tampines after the veteran goalkeeper became an overnight celebrity for his heroics against Thailand that helped to keep China’s 2026 World Cup hopes alive https://t.co/9v9DidKY9I(Video: CNA/Davina… pic.twitter.com/hWeY8jZgVl— CNA (@ChannelNewsAsia) June 12, 2024 Suður Kórea vann riðilinn með yfirburðum en Kína og Taíland enduðu með jafnmörg stig og sömu markatölu. Þar sem að Taíland skoraði bara þrisvar sinnum hjá Hassan Sunny þá voru báðar þjóðir með markatöluna 9-9. Innbyrðis viðureignir réðu því úrslitum og Kína hafði þar betur og fór því áfram í þriðju umferðina. Sunny er fertugur og varði alls ellefu skot í þessum leik. Hetjudáðir hans fóru á flug á kínverskum samfélagsmiðlum sem og upplýsingar um götubitafyrirtæki hans og eiginkonunnar. Stuðningsmenn kínverska landsliðsins vildu þakka fyrir sig og fóru að senda þeim hjónum pening í gegnum netið. S'pore goalkeeper Hassan Sunny swarmed by China football fans while on holiday there https://t.co/3mcwCYlaSM pic.twitter.com/lT8waV2FAU— Mothership (@MothershipSG) June 17, 2024 „Naut ég þess um tíma? Ég hugsaði, allt í lagi það er peningur að koma á reikninginn. Svo fór ég að hugsa: Hvenær stoppar þetta eiginlega? Er þetta löglegt? Ég held að við verðum að stoppa þetta,“ skrifaði Hassan Sunny á samfélagsmiðla sína. „Ég kann virkilega að meta stuðning ykkar undanfarna daga sem hefur sýnt mér ástríðu kínverska stuðningsmanna. QR-kóðinn hefur gengið á milli manna á netinu og sumir hafa nýtt sér það og búið til falska aðganga. Ég biðla nú til ykkar að sýna skynsemi. Hættiði að senda mér pening,“ skrifaði Sunny. Kínverskir stuðningsmenn fjölmenntu líka til hans og konunnar og fengu sér götubita. Hann fékk líka frábæra dóma og stökk upp í efsta sætið yfir besta veitingastaðinn á svæðinu á kínversku matarappi. Kínverjar gerðu allt í sínu valdi til að þakka Sunny fyrir allar vörslurnar. Kínverjar hafa ekki komist á HM karla í fótbolta síðan árið 2002. Það er óhætt að segja að það séu margir sem dreymir nú um það að biðin endi loksins í þessari undankeppni HM. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Sjá meira