Brenna landnámsbæ til kaldra kola í tilraunaskyni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 14:17 Samkvæmt Landnámu og Eiríks sögu rauða bjuggu Eiríkur rauði Þorvaldsson og kona hans Þjóðhildur Jörundardóttir á Eiríksstöðum í Haukadal. Vísir/Vilhelm Haldin verður eldhátíð á Eiríksstöðum í Haukadal frá þeim fimmta júlí til sjöunda og er þétt dagskrá af alls konar eld- og víkingatengdum uppákomum. Bjarnheiður Jóhannsdóttir umsjónaraðili á Eiríksstöðum segir hátíðina tileinkaða eldi og tilraunafornleifafræði. Aðaldagskrárliðurinn og meginverkefni hátíðarinnar, að sögn Bjarnheiðar, er rannsókn á því hvernig torfhús brenna. Frásagnir Íslendingasagnanna af Flugumýrabrennu og Njálsbrennu gefi til kynna ákveðnar athafnir eða verkferla í kringum þá bardagaaðferð að brenna menn inni sem vert sé að rannsaka. Starfsmenn Eiríksstaða fóru á námskeið hjá Fornverkaskólanum til að læra að byggja úr torfi og viðhalda því.Eiríksstaðir „Menn virðast hafa byrjað á því að kveikja í húsinu utan frá og síðan farið að skeggræða við íbúana um hverjum ætti að hlífa og hverjir ættu að farast,“ segir Bjarnheiður. Smækkuð útgáfa landnámsbæjarins brennd Í tilraunaskyni verður því langhús reist úr torfi, smækkuð útgáfa af Eiríksstöðum, í vikunni fyrir brennuna sem verður síðan kveikt í. Þegar sé byrjað að skera torf fyrir torfbæinn skammlífa. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Eiríksstaða og Hurstwic, bandarískra samtaka víkingaáhugamanna. „Þetta er hópur af „ofurvíkinganördum“ sem eru búnir að vera að rannsaka alls konar hluti tengda bardögum og vopnum,“ segir Bjarnheiður. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Worcester Polytechnic Institute, bandarískum háskóla sem sérhæfir sig í brunavörnum. „Þetta verður mikið ævintýri, mikil vinna og svo verður til úr þessu þekking sem er ekki til í dag,“ segir Bjarnheiður. Tignir gestir Á svæðinu verður einnig bandarískur málfræðingur að nafni Jackson Crawford sem sérhæfir sig í forníslensku og forníslenskum bókmenntum. Hann heldur uppi rás á YouTube þar sem hann hleður upp fræðsluefni tengdu Íslendingasögum og eddukvæðunum ásamt fleiru. Hann hefur einnig kennt fornmálið í bandarískum háskólum ásamt því að vera mikill Íslandsvinur og tíður gestur hér á landi. Hurstwic-félagið hefur upp á síðkastið gert smærri tilraunir með eld í dyrakörmum og veggbútum í Bandaríkjunum.Hurstwic „Hann ætlar að taka á móti gestum í langhúsinu og miðla einhverju af sínum upplýsingum sem er fyrst og fremst forníslenska og forníslenskar bókmenntir,“ segir Bjarnheiður. Þá kemur einnig James Austin sem er þekktur járnsmiður. Hann hefur lengi unnið að því að endurgera tæki, tól og vopn frá víkingatímanum og hefur gert það í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Hann fær þrívíddarskönnuð vopn sem hann smíðar svo í smiðju sinni. Tilraunaleirvinnsla Leirverkstæði verður einnig aðgengilegt gestum þar sem íslenskur leir verður unnin í ílát af ýmsu tagi. Bjarnheiður segir allar líkur á því að forfeður okkar hafi unnið leir sér til gagns en leirföng finnast ekki í fornleifauppgröftum. Leirgerðin á Eiríksstöðum verði því einnig eins konar rannsókn á því hvernig standi á því að aldrei finnist neinn leir. Gestir munu geta fylgst með og gert sína eigin hluti úr leir, fengið að slá á járnið hjá James og fræðst um bókmenntaarfinn okkar hjá Jackson. Þá verða föt lituð, flatbrauð bakað að hætti forfeðra okkar og -mæðra og alls konar víkingaaldargaman. Dagskrána má sjá í heild sinni á heimasíðu Hurstwic-félagsins hér. Söfn Dalabyggð Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Aðaldagskrárliðurinn og meginverkefni hátíðarinnar, að sögn Bjarnheiðar, er rannsókn á því hvernig torfhús brenna. Frásagnir Íslendingasagnanna af Flugumýrabrennu og Njálsbrennu gefi til kynna ákveðnar athafnir eða verkferla í kringum þá bardagaaðferð að brenna menn inni sem vert sé að rannsaka. Starfsmenn Eiríksstaða fóru á námskeið hjá Fornverkaskólanum til að læra að byggja úr torfi og viðhalda því.Eiríksstaðir „Menn virðast hafa byrjað á því að kveikja í húsinu utan frá og síðan farið að skeggræða við íbúana um hverjum ætti að hlífa og hverjir ættu að farast,“ segir Bjarnheiður. Smækkuð útgáfa landnámsbæjarins brennd Í tilraunaskyni verður því langhús reist úr torfi, smækkuð útgáfa af Eiríksstöðum, í vikunni fyrir brennuna sem verður síðan kveikt í. Þegar sé byrjað að skera torf fyrir torfbæinn skammlífa. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Eiríksstaða og Hurstwic, bandarískra samtaka víkingaáhugamanna. „Þetta er hópur af „ofurvíkinganördum“ sem eru búnir að vera að rannsaka alls konar hluti tengda bardögum og vopnum,“ segir Bjarnheiður. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Þjóðminjasafnið og Worcester Polytechnic Institute, bandarískum háskóla sem sérhæfir sig í brunavörnum. „Þetta verður mikið ævintýri, mikil vinna og svo verður til úr þessu þekking sem er ekki til í dag,“ segir Bjarnheiður. Tignir gestir Á svæðinu verður einnig bandarískur málfræðingur að nafni Jackson Crawford sem sérhæfir sig í forníslensku og forníslenskum bókmenntum. Hann heldur uppi rás á YouTube þar sem hann hleður upp fræðsluefni tengdu Íslendingasögum og eddukvæðunum ásamt fleiru. Hann hefur einnig kennt fornmálið í bandarískum háskólum ásamt því að vera mikill Íslandsvinur og tíður gestur hér á landi. Hurstwic-félagið hefur upp á síðkastið gert smærri tilraunir með eld í dyrakörmum og veggbútum í Bandaríkjunum.Hurstwic „Hann ætlar að taka á móti gestum í langhúsinu og miðla einhverju af sínum upplýsingum sem er fyrst og fremst forníslenska og forníslenskar bókmenntir,“ segir Bjarnheiður. Þá kemur einnig James Austin sem er þekktur járnsmiður. Hann hefur lengi unnið að því að endurgera tæki, tól og vopn frá víkingatímanum og hefur gert það í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Hann fær þrívíddarskönnuð vopn sem hann smíðar svo í smiðju sinni. Tilraunaleirvinnsla Leirverkstæði verður einnig aðgengilegt gestum þar sem íslenskur leir verður unnin í ílát af ýmsu tagi. Bjarnheiður segir allar líkur á því að forfeður okkar hafi unnið leir sér til gagns en leirföng finnast ekki í fornleifauppgröftum. Leirgerðin á Eiríksstöðum verði því einnig eins konar rannsókn á því hvernig standi á því að aldrei finnist neinn leir. Gestir munu geta fylgst með og gert sína eigin hluti úr leir, fengið að slá á járnið hjá James og fræðst um bókmenntaarfinn okkar hjá Jackson. Þá verða föt lituð, flatbrauð bakað að hætti forfeðra okkar og -mæðra og alls konar víkingaaldargaman. Dagskrána má sjá í heild sinni á heimasíðu Hurstwic-félagsins hér.
Söfn Dalabyggð Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira