Á þessum þrettán árum náði Hummels að spila 508 leiki fyrir félagið. Hann vann titla bæði þar sem og hjá Bayern. Þess utan var Hummels í liði Þýskalands sem vann HM árið 2014.
„Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að spila fyrir Dortmund í allan þennan tíma. Er ég kom fyrst var liðið í áttunda sæti deildarinnar en Dortmund stendur fyrir allt annað og meira í dag,“ sagði Hummels.
„Félagið og stuðningsmenn þess eru einstakir og það hefur verið magnað að taka þátt í öllum þessum uppgangi.“
Ekki liggur fyrir hvert leið hins 35 ára gamla Hummels liggur næst.