Ljóðræn endurkoma Eriksen en Slóvenar unnu sig til baka og sóttu stig Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júní 2024 18:00 Christian Eriksen mætti aftur á Evrópumótið í dag, rétt rúmum þremur árum eftir að hann fékk hjartaáfall í leik gegn Finnlandi. Clive Mason/Getty Images Þetta var fyrsi leikur Eriksen á Evrópumóti síðan hann fékk hjartastopp og hneig niður á Parken í leik gegn Finnlandi á 2020 mótinu. Það tók hann ekki langan tíma að stimpla sig inn. Danmörk byrjaði leikinn virkilega vel og komst verðskuldað yfir á 17. mínútu þegar langt innkast rataði til Jonasar Wind sem lagði boltann laglega með hælnum fyrir Eriksen sem setti hann í netið. Virkilega lagleg stoðsending og afgreiðslan engu síðri hjá Eriksen. Eriksen átti frábæran leik með danska liðinu.Clive Mason/Getty Images Eriksen var svo næstum því búinn að leggja upp slóvenskt sjálfsmark á 28. mínútu. Föst fyrirgjöf sem sveif rétt yfir grasinu og hafði viðkomu í tveimur varnarmönnum en boltinn fór rétt framhjá markinu. Danir voru með öll völd á vellinum og máttu telja sig óheppna að hafa ekki sett annað mark áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Sérstaklega í ljósi þess hversu vel Slóvenar unnu sig inn í leikinn þegar komið var út í seinni hálfleik. Eftir mikla yfirburði Dana varð mun meira jafnvægi milli liðanna. Slóvenar skoruðu svo á 77. mínútu Markið kom eftir hornspyrnu sem danska vörnin skallaði út á Erik Janza sem skaut viðstöðulaust í átt að marki. Boltinn fór af varnarmanni og breytti um stefnu á leið sinni í netið. Vinstri bakvörðurinn Erik Janza var maðurinn sem setti jöfnunarmark Slóveníu á 77. mínútu.Carl Recine/Getty Images Slóvenar féllu aðeins til baka eftir markið og Danir voru hættulegri aðilinn undir lokin en tókst ekki að setja sigurmarkið og þurftu að sætta sig við jafntefli. Með þeim í riðli eru England og Serbía. Leikur þeirra fer fram klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Slóvenía og Danmörk gerðu fyrsta jafnteflið á EM í dag, 1-1. Hér eru mörkin 👀⚽️🇸🇮🇩🇰 pic.twitter.com/Pp24Rq0uFw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Neituðu launahækkun til að tryggja kvennalandsliðinu sömu laun Danska karlalandsliðið í knattspyrnu neitaði launahækkun frá danska knattspyrnusambandinu til að tryggja að kvennalandslið Danmerkur fengi sömu laun og þeir. 16. júní 2024 12:00
Þetta var fyrsi leikur Eriksen á Evrópumóti síðan hann fékk hjartastopp og hneig niður á Parken í leik gegn Finnlandi á 2020 mótinu. Það tók hann ekki langan tíma að stimpla sig inn. Danmörk byrjaði leikinn virkilega vel og komst verðskuldað yfir á 17. mínútu þegar langt innkast rataði til Jonasar Wind sem lagði boltann laglega með hælnum fyrir Eriksen sem setti hann í netið. Virkilega lagleg stoðsending og afgreiðslan engu síðri hjá Eriksen. Eriksen átti frábæran leik með danska liðinu.Clive Mason/Getty Images Eriksen var svo næstum því búinn að leggja upp slóvenskt sjálfsmark á 28. mínútu. Föst fyrirgjöf sem sveif rétt yfir grasinu og hafði viðkomu í tveimur varnarmönnum en boltinn fór rétt framhjá markinu. Danir voru með öll völd á vellinum og máttu telja sig óheppna að hafa ekki sett annað mark áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Sérstaklega í ljósi þess hversu vel Slóvenar unnu sig inn í leikinn þegar komið var út í seinni hálfleik. Eftir mikla yfirburði Dana varð mun meira jafnvægi milli liðanna. Slóvenar skoruðu svo á 77. mínútu Markið kom eftir hornspyrnu sem danska vörnin skallaði út á Erik Janza sem skaut viðstöðulaust í átt að marki. Boltinn fór af varnarmanni og breytti um stefnu á leið sinni í netið. Vinstri bakvörðurinn Erik Janza var maðurinn sem setti jöfnunarmark Slóveníu á 77. mínútu.Carl Recine/Getty Images Slóvenar féllu aðeins til baka eftir markið og Danir voru hættulegri aðilinn undir lokin en tókst ekki að setja sigurmarkið og þurftu að sætta sig við jafntefli. Með þeim í riðli eru England og Serbía. Leikur þeirra fer fram klukkan 19:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Slóvenía og Danmörk gerðu fyrsta jafnteflið á EM í dag, 1-1. Hér eru mörkin 👀⚽️🇸🇮🇩🇰 pic.twitter.com/Pp24Rq0uFw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Neituðu launahækkun til að tryggja kvennalandsliðinu sömu laun Danska karlalandsliðið í knattspyrnu neitaði launahækkun frá danska knattspyrnusambandinu til að tryggja að kvennalandslið Danmerkur fengi sömu laun og þeir. 16. júní 2024 12:00
Neituðu launahækkun til að tryggja kvennalandsliðinu sömu laun Danska karlalandsliðið í knattspyrnu neitaði launahækkun frá danska knattspyrnusambandinu til að tryggja að kvennalandslið Danmerkur fengi sömu laun og þeir. 16. júní 2024 12:00