Messi ætlar að enda ferilinn í Miami Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júní 2024 07:01 Lionel Messi ætlar sér að öllum líkindum að enda ferilinn hjá Inter Miami. Megan Briggs/Getty Images Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ætlar sér að enda ferilinn hjá núverandi liði sínu í Bandaríkjunum, Inter Miami. Hann segist þó ekki hafa neinn áhuga á því að hætta alveg strax. Messi, sem er orðinn 36 ára gamall, gekk í raðir Inter Miami síðasta sumar frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. Messi á að baki stórkostlegan feril þar sem hann hefur unnið svo gott sem allt sem í boði er. Á tíma sínum hjá Barcelona vann hann spænsku deildina tíu sinnum og Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum. Þá hefur hann orðið bæði heims- og Suður-Ameríkumeistari með argentínska landsliðinu, ásamt því að hafa verið kosinn besti fótboltamaður heims átta sinnum. 🚨 Leo Messi: “Inter Miami will be my last club, yes. As of today, it’s gonna be my last one”.“I love playing football, I enjoy everything much more because I am aware that every time there’s less and less”, told ESPN. pic.twitter.com/xpKUxCB0lS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Argentínumaðurinn er samningsbundinn Inter Miami til ársins 2025, en samningur hans felur einnig í sér möguleika á eins árs framlengingu. Í samtali við ESPN sagði Messi að hann myndi að öllum líkindum ekki spila fyrir annað lið áður en skórnir fara á hilluna, þó það sé alls ekki víst hvenær það muni gerast. „Eins og staðan er í dag held ég að þetta verði mitt síðasta félag,“ sagði Messi. „En ég er ekki tilbúinn að hætta í fótbolta heldur,“ bætti hann við. Ekki er er að sjá að Messi eigi ekki nóg eftir á tankinum. Í tólf leikjum fyrir Inter Miami á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað tólf mörk og lagt upp önnur þrettán. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira
Messi, sem er orðinn 36 ára gamall, gekk í raðir Inter Miami síðasta sumar frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain. Messi á að baki stórkostlegan feril þar sem hann hefur unnið svo gott sem allt sem í boði er. Á tíma sínum hjá Barcelona vann hann spænsku deildina tíu sinnum og Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum. Þá hefur hann orðið bæði heims- og Suður-Ameríkumeistari með argentínska landsliðinu, ásamt því að hafa verið kosinn besti fótboltamaður heims átta sinnum. 🚨 Leo Messi: “Inter Miami will be my last club, yes. As of today, it’s gonna be my last one”.“I love playing football, I enjoy everything much more because I am aware that every time there’s less and less”, told ESPN. pic.twitter.com/xpKUxCB0lS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2024 Argentínumaðurinn er samningsbundinn Inter Miami til ársins 2025, en samningur hans felur einnig í sér möguleika á eins árs framlengingu. Í samtali við ESPN sagði Messi að hann myndi að öllum líkindum ekki spila fyrir annað lið áður en skórnir fara á hilluna, þó það sé alls ekki víst hvenær það muni gerast. „Eins og staðan er í dag held ég að þetta verði mitt síðasta félag,“ sagði Messi. „En ég er ekki tilbúinn að hætta í fótbolta heldur,“ bætti hann við. Ekki er er að sjá að Messi eigi ekki nóg eftir á tankinum. Í tólf leikjum fyrir Inter Miami á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað tólf mörk og lagt upp önnur þrettán.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira