Ákvörðun ráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni og við heyrum í tveimur þessara gagnrýnisradda, Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Sigursteini Mássyni stjórnarmanni í Dýraverndarsambandi Íslands, í beinni útsendingu í myndveri.
Við fjöllum einnig um gosmóðuna sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag og haft margvísleg áhrif. Hversu miklar áhyggjur þurfum við að hafa? Við leitum svara hjá umhverfisfræðingi í beinni.
Arkítekt þykir miður þegar sjónarmiðum um hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andstæðum. Hann gefur lítið fyrir athugasemdir þingmanna sem gagnrýna óþarfa íburð í hönnun og byggingu Fossvogsbrúar.
Við tökum líka stöðuna á framkvæmdum á Heklureitnum í beinni útsendingu og skoðum hin sögufrægu Lögréttutjöld, sem snúin eru aftur til landsins.
Í sportinu kíkjum við á golfvöllinn í Grindavík sem nú hefur verið opnaður á ný og í Íslandi í dag lítur Magnús Hlynur við í Hespuhúsinu við Selfoss.